30.8.2010 | 02:14
ORRAHRÍÐ.
Er aðlögun að inngöngu í evrópusambandið hafin eða er aðeins um eðlilegan undirbúning að ræða? Sitt sýnist hverjum en vert að hafa í huga að flest hafa umsóknarríki ESB gert það af einhug. Að minnsta kosti meiri einhug en við íslendingar. Sé það eindreginn vilji þjóðar að ganga inn í þetta ríkjasamband er svo sem ekkert því til fyrirstöðu að undirbúa jarðveginn. Ísland hinsvegar, sækir um aðild án einhugar. Þvert á móti ríkir mikil óvissa um þessa vegferð og ríkisstjórnin sem vildi rétta lýðræðishallann fyrir kosningar skipti um skoðun og fannst óþarft að inna þjóðina álits á svo mikilsverðu máli. Mjög tvísýnt er því um aðild íslendinga að evrópubandalaginu og allt tal um að fólk sjái ljósið þegar samingur liggur fyrir byggt á sandi. Staðreyndin er sú að íslendingar munu ganga tvístraðir til atkvæða um evrópusambandsaðild. Umræðan er eins óupplýsandi eins og hugsast getur og að lokum hlýtur mat manna að byggjast á öðru en orrahríð stríðandi afla. Einfaldast er að ganga út frá því sem við höfum.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.