ÞAR SEM ALDINGARÐURINN RÍS.

Margir binda vonir við "Nýtt Ísland", einhverskonar endurreisn þar sem aldingarðurinn rís, höggormalaus.  Mörg teikn eru þó á lofti sem benda til hins gagnstæða, þ.e. að Frónið sem rís nú úr sæ sé spegilmynd þess sem sökk.   Þetta má til sanns vegar færa því sé gengið frá fjöru til fjalls sjást strax í flæðarmálinu búsáhöld, sjórekin.  Aðeins ofar er yfirgefið sjálftökuhreiður og uppi á sjálfum fjörukambinum stöng með fána ESB.   Yfirgefin hús taka svo við, barmafull af vatni sem í synda gullfiskar.  Í fjallshlíðinni, forsælumegin standa opinberir erindrekar af sér veðrið en sólarmegin blómstra fallnir fúakvistir á ný og teygja anga sína mót himinblámanum.  Í honum miðjum lónir broskarlinn hyrndi og bræðir jökulskalla sem sumir eru svartir vegna reiði guðanna.  Loks, á hæstu tindum tróna hrunhnullungar beggja vegna og dásama ránfuglinn sem þegar er farinn að sveima yfir hinu yfirgefna sjálftökuhreiðri við sjávarrönd. 

LÁ  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílíkir tímar. !!! --- Óréttlætið algert. --- Lausnin er SYNDAFLÓÐ.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 06:50

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Þórður minn ég held þér verði fljótlega að ósk þinni.

Hef lúmskan grun um að stutt sé í syndaflóð.

Skrattinn hefur ætíð séð um sína, það eitt er víst !

En mikið svakalega er okkar kammerat Lýður að verða góður penni......

Níels A. Ársælsson., 1.9.2010 kl. 08:49

3 identicon

Kæri Lýður. Þér er áfram þungt niðri fyrir en skáldleg dýpt og rólyndi hefur tekið við af reiðilestrum. Með þessu áframhaldi gætir þú orðið fengsæll penni fyrir hina viðreistu Spaugstofu á Stöð 2.

Björn Hjálmarsson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 22:08

4 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Karnyrtur, í meira lagi.

Sólveig Hannesdóttir, 1.9.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband