3.9.2010 | 01:25
ÍSBJÖRGIN SEKKUR EI.
Nú er Ísbjörgin (icesave) aftur á samningaborðinu og viðsemjendur okkar enn við sama heygarðinn. Samt er töluvert vatn til sjávar runnið, ný álit komið fram sem mörg hver véfengja greiðsluskyldu okkar íslendinga. Að viðurkenna þessa svikamyllu sem ok íslenzkra skattborgara verður æ vafasamara og ríkisstjórnin hlýtur að vera búin að endurskoða afstöðu sína. Dómstólaleiðin blasir við og tregða viðsemjendanna eingöngu skýrð út frá þeirri staðreynd að þeir óttist niðurstöðuna. Við íslendingar höfum hinsvegar allt að vinna og eigum að hætta öllu samningaþrefi. Þróuð lýðræðisríki eins og þau sem hér eiga í hlut hljóta að treysta gerðardómi og una niðurstöðunni.
LÁ
Athugasemdir
Heyr, heyr. Það má ekki semja um Iceslave, við eigum að neita að borga. Til þrautavara að fara dómstólaleiðina.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.9.2010 kl. 01:49
Icesave er gamaldags meinloka
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 02:31
Þetta er eitt af prinsippmálunum sem pólitíkusar hafa ákveðið að tengja við sjálfsvirðinguna.
Auðveldasta lendingin er að skipa samninganefnd úr öllum stjórnmálaflokkum.
Þeirri nefnd eiga svo að stýra þeir lögspekingar okkar sem hafa staðhæft að okkur beri ekki skylda til að greiða.
Inn í þetta mætti flétta álitinu sem kveður á um að okkur leyfist ekki að ábyrgjast innstæður einkabanka.
Ekki flókið.
Árni Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 11:07
...innstæður í einkabönkum.
Árni Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 11:08
Árni.... Ekki síðra að segja innistæður einkabanka (þ.e. þeirra).
Kveðja, LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.