4.9.2010 | 01:04
ÞJÓÐARBLÓM MEÐ TITRANDI TÁR.
Á sviðnum akri lýðveldisins má loksins sjá vaxtarsprota. Þeir eru þó ekki nýjir heldur gömlu plönturnar afturvaxnar. Þekktasta plantan, ríkasti íslendingurinn (svikamyllus major) sem féll með stæl í fárviðrinu er farinn að breiða úr kímblöðum sínum og mílusteinninn (svikamyllus minor) sást stinga sér upp úr jörðinni í gær. Bónusartvíæringurinn (papa diet) virðist koma vel undan vetri og töluverð spretta á sendiherrasyninum (bullous maximus). Arkitektar skrúðgarðsins sóla sig nú annarsstaðar og arftakar þeirra spilandi ráðherrakapla úti á túni. Eftir nokkra mánuði verður landið aftur ein samfelld, iðandi arfabreiða. Á mel stendur þjóðarblóm með titrandi tár, furðu lostið yfir kosningunni.
LÁ
Athugasemdir
Maður setur hljóðan....................
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 01:57
Ég fékk nú hláturskast þegar ég las (svikamyllus major). (Svikamyllus minor), (papa diet) og (bullous maximus)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.9.2010 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.