4.9.2010 | 12:52
GREITT MEÐ UPPLÝSINGUM.
Ný aðferð til að gera upp skuldir er upplýsingagjöf. Arionbanki gerði skuldasamning við fyrirtæki Jóns Ásgirs, Gaum, í þessa veru. Í stað milljarðanna sem Gaumur skuldar fær Arionbanki upplýsingar frá Jóni. Þessari nýstárlegu skuldauppgjörsaðferð hlýtur almenningur að fagna. Uppljóstrun framhjáhalda, eigin og annarra, ástarlífs, fylleríisafreka, leyndarmála og stjórnmálskoðana hlýtur að vera "djúsi stöff" fyrir bankann. Nokkur skot um lífnaðarhætti nágrannans og skuldaklafinn gufar upp. Hvet almenning til að beina viðskiptum sínum til þessa banka og biðja um áðurnefndan díl.
LÁ
Athugasemdir
Búnir að tapa tiltrú allra siðaðar þjóða. ------- Hvernig má annað vera ?
Þórður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 21:58
Jón Ásgeir er allavega talinn hafa hreðjatak á helstu forkólfum fjármálalífsins hér á landi........en sú saga tengist gjálífi á skemmtibátnumVíking. Það er svo spurning hvort bragðarefurinn Björgólfur Thor hafi ekki einnig nýt sér veiklindi og breyskleika helstu forkólfa fjármálalífsins til þess að styrkja samningsstöðu sína við bankana.
Melur (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 22:41
Melur: Hefði það ekki átt að breytast með nýjum bankastjórnum Arion og Landsbanka (ekki voru þeir forkólfar fjármálalífsins og líklega ekki gestir á Víking, eða hvað)
Hins vegar væri mjög áhugavert að vita hvers vegna þessi sérmeðferð er í boði! Þetta er mér algjörlega óskiljanlegt.
Björn (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.