KRANINN ÓSTÖÐVANDI.

Að vera opinber starfsmaður hefur ýmsa kosti.  Kraninn lekur jafnt og þétt, starfsöryggi meira en hjá einkaaðilum, réttindi öll tryggð og ofurmannleg afglöp þarf til að vera vikið úr starfi.  Sum opinber störf taka þó öllu fram hvað trakteríngar varðar.  Námsleyfi í ár án launaskerðingar, biðlaun eftir örfáa mánuði í starfi, lífeyrisréttur unmfram aðra landsmenn og vís embætti þegar ferli lýkur.   Enn eru þessi sérkjör í boði og þrátt fyrir yfirlýsingar um jafnaðarmennsku og réttlæti bólar ekki á leiðréttingu.   Einn starfsramma á að setja öllum opinberum starfsmönnum og einn lífeyrissjóð.  Fyrir þessu myndi sannur flokkur allra stétta berjast að ekki sé talað um flokka sem kenna sig við lítilmagna og jafnaðarmennsku.   

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Nú fer ég að skilja hvers vegna mætustu menn sem villast inn á Fiskistofu (Förðunarstofu LÍÚ) rata undantekningarlítið ekki þaðan út aftur.

Níels A. Ársælsson., 5.9.2010 kl. 10:46

2 identicon

FRÁBÆRT !!!

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 11:02

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.9.2010 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband