6.9.2010 | 01:10
SALA VARNARLIÐSEIGNA.
Vinnubrögð Reykjanesbæjar varðandi eignir varnarliðsins virðast ekki vera í neinum ljósanæturstakti. Fari fjölmiðlar rétt með er ferlið nokkurn veginn svona: Við brotthvarf sitt gaf varnarliðið íslendingum bækistöð sína á Keflavíkurflugvelli. Eignirnar voru verðmetnar og þróunarfélagi á suðurnesjum ætlað að sjá um um söluna. Var bæjarstjóri Reykjanesbæjar í stjórn þessa félags. Hann var svo stjórnarformaður Keilis sem keypti eignirnar án undangengins útboðs. Fjármálaráðherra Mathiesen blessaði gjörninginn og var litli bróðir með í kaupunum. Ekki veit ég hvort eignirnar séu fullborgaðar en tilboðið þótti það gott að ekki var eftir fleirum leitað. Einn góðkunningi minn hafði á orði að þar sem sjálfstæðismaður skilur eftir fingrafar þar er spilling. Svei mér ef hann hefur ekki nokkuð til síns máls.
LÁ
Athugasemdir
Spillingin kraumar og sýður. Vonandi sýður bráðlega uppúr..
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.9.2010 kl. 01:37
Að vísu er það ríkisfyrirtæki sem heldur utan um þetta og er ég viss um það að allir sem álpuðust til að kaupa eignir af því félagi væru tilbúnnir að selja þér eignir sínar með góðum afslætti gegn staðgreiðslu.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 02:11
Já, Jóna Kolbrún, uppúrsuðu er þörf. En Guðmundur Kristjánsson... Mörk ríkisfyrirtækja og einkahlutafélaga eru sízt of skörp í þessari suðurnesjasamsuðu og flestir væntanlega ánægðir að selja enn ógreidda hluti sína með staðgreiðsluafslætti. Skárra væri það nú.
LÁ
Lýður Árnason, 6.9.2010 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.