7.9.2010 | 02:19
KREPPA Í HVERJU?
Kreppan búin? Í ţađ minnsta langt komin? Svo segja stjórnvöld, botninum sé náđ og nú stefni allt uppáviđ. Nefna í sömu andrá verđbólgu, stýrivexti, minna atvinnuleysi og styrkingu krónunnar. Hugsanlega segja ţessar hagstjórnarstikur sittvađ um gang mála en ansi held ég mörgum sé ţröngur kostur búinn og möguleikar til bjargráđa lítill. Skattheimta ríkisstjórnarinnar er heldur ekki ađ glćđa hyggjuvit né framtak en einmitt međ ţví ćtti ađ auka skattstofninn. Ennfremur virđast gresjur viđskiptalífsins illa girtar og fólk flengríđandi óhindrađ međ ránsfengi sína. Stjórnlagaţing skal hefja störf á komandi vetri en sú vinna er ćtti ađ vera ađ baki. Auđlindamál eru í ólestri og kaupendur og seljendur í frjálsu falli. Enginn skilur upp né niđur í vinnubrögđum banka og skilanefnda, nefnd um sjávarútvegsmál virđist ćtla ađ kollvarpa hugmyndum ríkisstjórnarinnar um fiskveiđistjórnun sem hljóta ţví ađ hafa veriđ galnar. Kórónan er svo hiđ ótímabćra evrópurall, en líkja má ţví viđ sex manna fjölskyldu sem á von á fjölgun, stendur í flutningum og fćr sér hvolp ađ auki. Vinnusemi ríkisstjórnarinnar verđur samt ekki dregin í efa, allir virđast eitthvađ vera ađ bardúsast ţó róđratökin séu langt í frá samstćđ. Ríkisstjórnin nýtur ţó enn góđs af forverum sínum og líflínan ţví drýgri en í venjulegu árferđi.
LÁ
Athugasemdir
Ţessi skađmenntuđu lítilmenni eru svo heimskt og skilja ekki á hverju viđ lifum og halda ađ maturinn verđi til í Bónus.
Ég er farinn ađ skilja hugsunarhátt rauđu knerana.
Níels A. Ársćlsson., 7.9.2010 kl. 08:52
Hverju orđi sannara. Hvar sem boriđ er niđur, blasir viđ tómt rugl og vitleysa. Alvarlegra en svo, ađ hćgt sé ađ hlćgja.
Rauđu knerarnir ? Varla meiri vitleysa en hvađ annađ sem nú er í gangi. Sammála Niels vini mínum.
Ţorđur Sćvar Jonsson (IP-tala skráđ) 7.9.2010 kl. 12:08
Heyr,heyr!
pjakkurinn (IP-tala skráđ) 8.9.2010 kl. 21:12
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.