SNERTIFLÖTUR FRIÐAR?

Sáttanefnd ríkisstjórnarinnar hefur valið svokallaða samningaleið fram yfir fyrningarleið.  Niðurstaðan er andstæð fyrirheitum ríkisstjórnarinnar en miðar að forgangi núverandi kvótahafa.  Hugsunin sú að raska núverandi fyrirkomulagi sem minnst.  Engu að síður mælir nefndin með óskoraðri þjóðareign á fiskiauðlindinni.  Þarna tel ég snertiflöt friðar í langvarandi deilu.  Viðurkenni útgerðin eignarétt þjóðarinnar og auðlindagjald gegn forgangi á nýtingarrétti í tiltekinn tíma er langleiðin brúuð.  Sé samningstími til meira en 10 ára þarf að tryggja endurskoðunarákvæði og einnig verður ríkisstjórnin að heimila sér svigrúm til nýliðunar í greininni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessu er ég innilega sammála og þarna sýnist mér menn hafa unnið vinnuna sína eins og best gerist í lýðræðisþjóðfélagi. M.ö.o. menn hafa mæst á miðri leið og báðir gefið eftir af sínum ýtrustu kröfum. Grundvallaratriðið hafa menn fallist á að óskoruð þjóðareign verði á fiskiauðlindinni.

Björn Hjálmarsson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 21:45

2 identicon

Jú, félagi Björn,þetta gæti verið flötur á málinu.  Það að Einar Kristinn Guðfinnsson hrósar útkomunni vekur mér þó dálítinn ugg.

lydurarnason (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband