11.9.2010 | 00:56
FIRNINGARLEIÐ ÞEGAR ÞAÐ Á VIÐ.
Þó firningarleið í sjávarútvegi sé af mörgum talin ófær er hún vel mokuð hvað varðar sakfellingu ráðamanna. Þar er firningarleið í hávegum höfð og ekki verið að tafsa á tíma. Sem gerir útkall landsdómara hjákátlegt, hinir raunverulegu hrappar njóta friðhelgi í skjóli firningar og einungis leppar þeirra munu hanga. Skondið er þó að einn verjandi sakborninganna, formaður SA, segir sakfellingu þýða skaðabótaskyldu ríkisins og því betra að láta málið niður falla. Kostuleg framsögn, að skaðabótaskylda landsmenn fyrir útgangssakir ráðamanna. Er samt sammála niðurstöðunni að sækja ekki þetta fólk til saka, nóg er að lifa með þessum yfirsjónum.
LÁ
Athugasemdir
Sýndarréttarhöld í anda gamla sovét. Er við öðru að búast en slíku frá þessari sosíalistastjórn?
Kannski verður einhver tekinn af lífi til að gera lýðinn glaðann. Hann fær þó sennilega að lesa upp hryllilega játningu í beinni, sem skrifuð er í stjórnarráðinu.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.9.2010 kl. 02:16
Hver skyldi hljóta vegtylluna Bería Íslands?
Jón Steinar Ragnarsson, 11.9.2010 kl. 02:26
Sæll Lýður.
Klukkan 16:00, í dag vitum við hvort fjórflokkurinn er staðreynd.
Níels A. Ársælsson., 11.9.2010 kl. 08:41
Sæll, Jón Steinar. Held að réttarhöld ef verða verði hvorki Sovét né Guantanamo, aðeins skyldurækni sem engu mun skila enda aðal sökudólgarnir fjarri. Vegtyllan Bería Íslands verður aldrei kunngjörð né afhent, hún er hluti bankahrunsskýrzlunnar sem líta mun dagsins ljós eftir okkar dag. Og þú, aðmíráll, þingmenn skirrast eðlilega við að hífa fyrrum félaga til himins og það verk ætti fremur að vera í höndum fórnarlamba icesave svikamyllunnar. Þeir hefðu kannski látið slag standa.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 13:18
Þjóðnýting á aflaheimildunum er það eina rétta- Gjaldþrota þjóð getur ekki tekið meira á sínar herðar-Af hverju á almúginn að borga reikninga gjaldþrota banka þar sem útrásar ræningjar hafa skilið eftir sig slóð ráns og svika?´
Guðrún Magnea Helgadóttir, 11.9.2010 kl. 19:28
Sammála þessu Guðrún Magnea, tel ekkert annað í stöðunni nú en þjóðaratkvæði um samninga- og tilboðsleið og lúta síðan niðurstöðunni.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.