12.9.2010 | 01:19
VAMPÍRURNAR Á MÓTI.
Nýtt orð skekur nú þjóðfélagið, Landsdómur. Enginn veit í raun hvað hann inniber enda fordæmislaus. Brimið endurspeglar þó strax flokkslínur. Satt að segja er erfitt að sjá fyrir sér hvaða refsing telst hæfileg, fangelsi, sekt eða þegnskylduvinna. Held að liggi fyrir að allir fjórmenningarnir hafi sýnt af sér fádæma vanrækslu og reyndar má álasa þingheimi öllum fyrir meðvirkni í aðdraganda hrunsins. En verði einhverjum þessara ráðherra hegnt fyrir afglöp er ljóst að sekari menn sleppa undan hamrinum í krafti firningar. Grátbroslegt að vilja firna landráð en ekki þrönghagsmuni. Meirihluti rannsóknarnefndarinnar leggur einnig til að rannsaka einkavæðingu bankanna og þá verkstjórn sem að lokum leiddi til hrunsins. Minnihlutinn, þ.e. fulltrúar þeirra flokka sem höfðu yfirumsjón með téðu verki, segja slíka rannsókn engu skila þjóðinni. Sem fyrr er þeim illa við dagsljósið, vampírurnar atarna.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.