ÞINGHEIMUR Í KLÍPU.

Í fyrsta sinn vorkenni ég þingheimi.  Að þurfa að  ákvarða hvort fyrrum vinnufélagar verði sóttir til saka er óskemmtilegt verk.  Í raun vart hægt að ætlast til slíks.  Enda má búast við niðurfalli mála í öllum tilvikum og lítið við því að segja.  Gallinn er sá að tiltrú almennings á stjórnsýslunni mun þverra enn frekar.  Úrskurður um málsókn gegn æðstráðendum ætti að vera í annarra höndum en alþingis og vonandi verða lög um landsdóm stagbætt á komandi stjórnlagaþingi. 

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það hlýtur hverju mannsbarni í sjávarþorpum landsins að hlýna um hjartaræturnar við tilhugsunina um að Árni Matt, óþokki sjávarbyggðanna verði dreginn fyrir Landsdóm og dæmdur af níðingsverkum sínum.

Ég vona það innilega.

Níels A. Ársælsson., 13.9.2010 kl. 09:25

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er margt slæmt hægt að segja um Árna Matt, en hann má eiga það að hann er fínn dýralæknir.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.9.2010 kl. 09:57

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ég hef bara enga samúð með þessu fólki...þau eru búin(n) að skapa sér þennan gjörning alferlega sjálf..hver er sinnar gæðasmiður!!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 13.9.2010 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband