SANNLEIKUR REKINN FRÁ DEGI TIL DAGS.

Oft fer tími alþingis í lítið og svo þykir mér nú.  Hegning fyrrum ráðamanna gegnir litlu, afglöp þeirra og vanræksla  liggja á borðum, fésekt eða  innilokun  breyta engu.  Hinsvegar er umhugsunarefni hvort svipta ætti þetta fólk lífeyri fram yfir venjulegan opinberan starfsmann.  Allavega er óþarft að verðlauna frammistöðuna, gildir það einnig um forvera þeirra sem skáka nú í skjóli firningar.  Einatt segja þátttakendur í hruninu, ekki sízt þingmenn, að horfa beri til framtíðar,  fortíðin sé okkur dýrmæt kennslustund og nú eigi að leita nýrra leiða.  Tek undir þetta en gagnstætt hrunverjum tel ég þeirra feril tilheyra fortíðinni og ætti því að sturta honum niður með hinu.  Sannleikur sem rekinn er frá degi til dags er einskis nýtur og ónothæfur sem byggingarsteinn þjóðfélags.  Enn hafa slík öfl umtalsverð tök í þingsölum þó farið sé að bera á haustlitunum.

LÁ     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ekki svipta menn um kostningarétt og kjörgengi ?

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 14:54

2 identicon

Doddi Koddi.  Áður fyrir fjörbaugssök voru menn dæmdir útlægir, óalandi og óferjandi.  Kannski væri brottvísun úr landi best fyrir alla aðila, þjóðin þyrfti ekki að horfa upp á þetta greyisens fólk og það ekki upp á þjóðina.

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband