16.9.2010 | 03:37
HÓKUS PÓKUS, FÍLÍÓKUS, BOMBASTUS.
Daglega birtast fregnir um undanskot og málshöfðanir gegn okkar fyrrum fjármálasnillingum. Sækja á einhverja þeirra til saka í útlandinu en sjálfir segja þeir það ómögulegt vegna bágrar tungumálakunnáttu. Ó,mig auman. Sömuleiðis veldur hvarf 40 milljarða úr einu eignarhaldsfélaginu skiptastjórn nú vandræðum, sem fyrr allir sakleysið uppmálað, hókus pókus. Engin furða þó þetta fólk sé enn stöndugt og hyggi á nýja landvinninga í viðskiptum. Venjulegur maður eða fyrirtæki sem getur ekki gert grein fyrir sínu debet og kredit fær á sig áætlun. Skilji menn eftir sig þrotabú eru eigur þeirra gerðar upptækar og viðkomandi settur á ís. Þó öll álit, skýrzlur og samantektir bendi eindregið á sekt fyrrum eigenda bankanna og viðskiptajöfra er þetta fólk tekið vettlingatökum meðan almenningi er engin miskun sýnd. Nær refsirammi auðgunarbrota á Íslandi aðeins til smáupphæða?
LÁ
Athugasemdir
Hvað á þetta að ganga lengi ? --- VEIT EKKI, --- SÉ EKKI;, --- HEYRI EKKI. ---
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 06:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.