DÓMSTÓLL GÖTUNNAR.

Afhverju þvælist landsdómur svona fyrir þinginu?  Ráðherrarnir fjórir segjast allir saklausir og þeim því greiði gerður með að koma fyrir landsdóm og hreinsa nöfn sín.   Klikki þingheimur á þessari skyldu sinni hljóta fjórmenningarnir að krefjast málsmeðferðar fyrir dómi með sýknu í huga.  Verði málið þæft og óklárað er dómur götunnar sú nálgun sem lifa þarf með og þá verður enginn bættari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín skoðun er sú, að Landsdómur er tímaskekkja. -- Það er þegar búið að dæma. -- Þurfum ekki á leikaraskap Atla Gíslasonar að halda. -- Því er ekki farið í mál við alla kosningabæra íslendinga, sem kusu 63 algerlega vanhæfa einstaklinga á þessum tíma? -- Þeir voru þarna á okkar ábyrgð.

 Látum dóm sögunnar nægja. -- 

 Ekki meir, ekki meir !!!

 n

nstaklinga yfir sig.  Þeir voru á okkar ábyrgð!

Þorður Sævar Jonsson13 (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 06:23

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það segir sína sögu þegar lög frá 1905 um Landsdóm, endurskoðuð með breytingum 1963 og aftur 2008 eru kölluð leikaraskapur Atla Gíslasonar.

Þetta ferli hófst á Alþingi og þingmannanefndin var skipuð af Alþingi. Í henni sátu/sitja fulltrúar allra þeirra stjórnmálasamtaka sem sæti eiga á Alþingi.

Ég heldað Þórður Sævar Jónsson ætti að íhuga mjög vel og afar lengi hvað "dómur sögunnar" muni segja um innlegg hans og hans trúbræðra um framgöngu þeirra í þessari dellu sem þeir eru búnir að hæra.

Árni Gunnarsson, 18.9.2010 kl. 09:35

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já það er undarlegt að svona fornaldar trúarbrögð skuli þurfa að kosta svona mikið hjá okkar annars vel upplýsta þingliði.  Eða er þetta vitlaust hjá mér, er þetta kannski bara uppsópið. 

En hvernig sem það er þá endilega þurfum við að fara að hætta að toga í hárið hvort á öðru og fara að byggja skjól og finna mat fyrir veturinn.  Það gera mýsnar.


Hrólfur Þ Hraundal, 18.9.2010 kl. 10:53

4 identicon

Orð Þórðar um að áhöfnin beri ábyrgð á brigzlunum í brúnni, henni var nær að ráða sig á skipið, eru vanhugsuð.  Hinsvegar er umhugsunarvert hve illa gengur að losna við stjórnendurna og fá inn nýtt fólk.  Annars er sýn Þórðar einatt til eftirbreytni.  Forðabúr vetrarins er auðvitað forgangsatriði, sammála Hraundal um það.

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 12:51

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála Lýður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.9.2010 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband