19.9.2010 | 02:26
FANGASKIPTI.
Mikið er nú um að vera í þjóðfélaginu og víða má bera niður. Andsvar Ingibjargar Sólrúnar gegn Atla Gíslasyni er kröftugt og afdráttarlaust. Viðbrögð Ingibjargar gegn hagstjórnarvillu sjálfstæðismanna í hrunstjórninni hefðu mátt vera í líkum tón. Þá hefði staða samfylkingar og fyrrum formanns verið betri og hugsanlega þjóðarinnar allrar. Ummæli fjármálaráðherra varðandi greiðsluskyldu Íslands á icesave eru í bezta falli tepruleg en mat Steingríms á þessum fellibyl hefur sýnt sig að vera rangt og góð niðurstaða fyrir Ísland æ hans háðung. Því miður. Forvitnilegt verður að fylgjast með framgangi nýrrar hugmyndar um innlenda framleiðslu á eldsneyti sem keyra skal skipaflotann og jafnvel flytja út og selja. Blandan er víst vetni og koldíoxíð, staðsetningin Grundartangi og tíminn 2014. Vona þessi glóð verði að báli. Er sammála borgarstjóranum varðandi héraðsdóm, þann mætti t.d. flytja í efstu hæð hús OR, hun ku víst vera laus. Eftir stæði tómt hús við Lækjartorg sem nýta mætti í sprell eða eitthvað manneskjulegt. Og fyrst minnst er á dómshús kem ég þessari tillögu á framfæri: Höfð verði fangaskipti á ráðherrafjórmenningunum og mótmælanímenningunum þannig að allar ákærur falli niður. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.
LÁ
Athugasemdir
Lítið metur þú Lýður þessa vösku níumenninga ef sómi þeirra nær ekki tvöföldu mannorði ráðherrabjálfanna. Þar sýnist mér að vanti hálfan ráðherra og mér er ekki kunnugt um að á Íslandi finnist græjur til að greina slíkar öreindir.
Árni Gunnarsson, 19.9.2010 kl. 17:29
Viðurkenni að tillagan er heimskuleg og nær að ráðherrarnir losi aðeins einn nímenning. Spurning hvort Lalli Johns sé maki hinna?
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.