20.9.2010 | 02:50
BÚDDA SEM MÁLAMIÐLUN.
Nýr flokkur er kominn á þing í Svíþjóð, flokkur sem hefta vill flæði innflytjenda til landsins. Lengi hefur staðið styrr um þessi mál og lending ekki fyrirséð. Hér heima er slátrun sauða að múslimskum sið nú mótmælt, nefnd vanhelgun og kjötið síðra á diskum. Á móti koma hugsanlega nýjir markaðir. Sjálfum finnst mér hið síðarnefnda vega þyngra á metunum. Fengi ég hinsvegar fregnir af giftingu dóttur inn í múslimska fjölskyldu stykki ég ekki hæð mína af fögnuði. Samgangur kristni og islam er einátta og við því lítið að gera. Óhjákvæmilega leiðir þetta til árekstra í blönduðum samfélögum, það er þekkt staðreynd og hefur ekkert með fordóma að gera. Frægur er danski teiknarinn sem rissaði upp grínteikningu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hefur manninum bæði verið hótað og sætt morðtilræði. Gjörð hans var þó í samræmi við siði og venjur í hans heimalandi. Afleiðingin er ótti sem aftur elur af sér hatur. Gott væri ef mannkærleikur væri í hávegum hafður í öllum samfélögum og öll dýrin í skóginum vinir. Því miður er reyndin önnur og það skýrir fylgi þessa nýja harðlínuflokks í Svíþjóð. Ekki kann ég neina patentlausn varðandi innflytjendamál en sem málamiðlun væri Búdda kannski ekki svo galinn.
LÁ
Athugasemdir
Góðar pælingar hjá þér Lýður. Búdda eða Bahá´a gætu verið lausnin ef fólk þarf að kúpla sér frá sjálfu sér og láta aðra bera ábyrgð á sinni líðan
. kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.9.2010 kl. 23:55
Sæl,Kolbrún. Ég var bara að hugsa um friðsemdina sem fylgir Búdda en sjaldnar hinum guðunum tveimur....
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.