21.9.2010 | 11:12
HRINGLUMMINGL.
Hringlumminglið í kringum þingmannanefndina var fyrirséð. Við sjáum flokkslínur skerpast kringum sölu ríkisbankanna, íbúðalánasjóð og nú sakfellingu hrunráðherranna. Meira að segja Gnarrinn sér um sína, sbr. hækkun launa varaborgarfulltrúa. Verði tillögum þingmannanefndar hafnað vantar þann endahnút sem beðið er eftir. Og alveg eins og með umsóknina að evrópusambandinu, þá er þetta mál of langt komið til að hætta við. Eini kosturinn fyrir þingheim er að kalla fram landsdóm, fá fram sekt eða sýknu og þar með einhverja niðurstöðu. Annars flæðir allt í óvissu og sakborningarnir komast aldrei lengra.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.