SPRUNGA HRUNFLOKKANNA ÞRENGIST.

Hrunflokkarnir, samfylking og sjálfstæðisflokkur standa nú andspænis sameiginlegri ógn, sakfellingu fyrrum forkólfa, þriðji hrunflokkurinn, framsókn, sleppur.  Endurnýjun sjálfstæðismanna eftir hrun er núll og fylkingin þar á bæ því einörð og þétt.  Einhver leki er í múr samfylkingar en það smár að dælurnar hafa undan.  Hæpið má teljast að samfylkingin komist upp með undanskot sinna ráðherra og nánast heimsendir að græningjar sleppi sjöllunum.  Mátleikur í stöðunni er þyrming allra sakborninganna og fyrir því er þingmeirihluti hrunflokkanna.  Framhaldið yrði svo evrópusambandið í skiptum fyrir kvótann.  Þó ósvífni slíks ráðabruggs sé allnokkur er hún varla næg til þess að þjóðin færi að ómaka sig við byltingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Lokaáhlaup á kvótakerfið er í undirbúningi.

Sjáum svo til hvað verður...

Níels A. Ársælsson., 23.9.2010 kl. 09:59

2 identicon

Sæll, aðmíráll.  Enn er ekki þingmeirihluti til  breytinga á kvótakerfinu og það sem af er þings endurspeglar vilja- og/eða kjarkleysi til athafna.  Held að sitjandi þinglið muni ekki hljóta heiðurinn, kannski það næsta.

lydurarnason (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 11:28

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Frjálshyggjan, sem gjarnan er skrifuð fyrir bankahruninu, er þægilegur syndabukkur og hægt að skíta út hrekklausa stjörnuglópa eins og Hannes Hólmstein Gissurarson. Það er skemmtileg iðja útaf fyrir sig.

Spriklrými það sem menn höfðu í bönkum og öðrum atvinnurekstri á síðustu árum skrifast þó tæpast á frjálshyggju, enda hefur sú heimspeki ekki átt upp á pallborðið hjá siðuðum þjóðum á þessari öld.

Menn mega ekki horfa framhjá því að hinar sömu siðuðu þjóðir, til dæmis í Evrópu, hafa í vaxandi mæli aðhyllst aukið frjálsráði í atvinnurekstri. Þessa má sjá dæmi í ýmsum þeim tilskipunum og reglugerðum sem út hafa gengið frá Evrópusambandinu og undirritaður hefur unnið við þýðingar á, einkum í árdaga aðildar okkar að EES.

Sú var tíðin að tiltekin stjórnmálaöfl á Íslandi stærðu sig af því að hafa stuðlað að upptöku þess verklags sem hér um ræðir.

Þau hin sömu öfl mundu trauðla kyngja því að verða kennd við frjálshyggju, og gildir þá einu hvort flokkurinn kallast Alþýðuflokkur eða Samfylking. Það er ekki langt um liðið frá því að forystumanneskju úr þeim kreðsum barði sér á brjóst fyrir hönd flokksins síns og upphóf forystu flokksins í því að innleiða góðar, evrópskar aðferðir í atvinnulífi; ítem að frelsa bankana úr helsi hreppapólitíkur liðnna áratuga.

Það er svo margt skrýtið í kýrhausnum að jafnvel lækni á Vestfjörðum gæti sundlað!

Flosi Kristjánsson, 23.9.2010 kl. 21:30

4 identicon

Trúðu mér, Flosi, honum sundlar.

lydurarnason (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband