REYNSLA & MENNTUN Í HRINGNUM.

Nýja höfnin í Bakkafjöru er mönnum bitbein enda miklir byrjunarörðugleikar.  Reynsluboltar segja að betur hefði farið ef þeirra boð fengju hlustun en sérfræðingarnir líkja dæminu við vegastæði og mismunandi fannfergi milli ára.  Einatt stilla menntun og reynsla sér upp sem andstæðingar og svo virðist vera í gerð þessa hafnarmannvirkis.  Fjármálagúrúar ríkisstjórnarinnar eru samt við sama heygarðinn og reikna æ með mildum vetrum og lítilli fönn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Elstu menn s.s. ég og fáeinir jafnaldrar muna eftir gerð hafnargarðsins í Grímsey. Verkfræðingarnir urðu fyrir ónæði heimamanna sem báðu guð að hjálpa sér þegar þeir sáu teikningar og verklýsingu.

Verkfræðingar sögðust ekki hafa tíma til að ræða við ómenntaða trillkarla með tóbaksnef.

-Þetta óbermi fer í fyrsta brimi- sögðu sauðþráir heimamenn og bentu á hvernig þessi hafnargarður þyrfti að vera svo hann kæmi að gagni.

Verkfræðingar vísuðu til straummælinga og líkana sem sannað hefðu áreiðanleika framkvæmdarinnar.

-Látið okkur bara um þetta- sögðu þeir með vingjarnlegu umburðarlyndi í rómnum.

Haustbrim komu snemma það haustið og ef ég man rétt þá náði samgönguráðherra að bjarga sér með snarræði eftir að hafa klippt á borðann. 

Hafnargarðurinn hvarf að sjálfsögðu og ráðherrann missti skærin í óðagotinu.

Þetta voru spánný skæri sem keypt voru sérstaklega í tilefni vígslunnar.

Árni Gunnarsson, 24.9.2010 kl. 00:26

2 identicon

Hugmyndin er sú,  að á endanum nái sandrifið alla leið til Vestmannaeyja.  Þá verða samgöngumálin endanlega leyst í eitt skifti fyrir öll.  Þessu á að halda leyndu fyrir Árna. ----- Maður hefur svosem heyrt annað eins.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 00:35

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég hef trú á því að í framtíðinni verði höfnin á Bakka ein sú besta á landinu.

Það sem ég hef fyrir mér í því eru hafnirnar í Skagen, Hirtsals og Hanstholm.

Ég hef persónulega reynslu af höfnunum í Skagen og Hirtsals frá þeim tíma sem ég stundaði síldveiðar í Norðursjónum með föður mínum.

En ég held að það þurfi að byggja varnargarða út frá nýju görðunum á Bakka sem ná vel út fyrir grynningarnar.

Búa til port áður en komið er inn í hina eiginlegu höfn líkt og við sjáum í höfnunum á Jótlandi.

Góðar stundir.

Níels A. Ársælsson., 24.9.2010 kl. 09:53

4 identicon

Eg má til með að bæta aðeins við skemmtilega frásögn Árna Gunnarssonar af gerð hafnarmannvirkja í Grimsey. ------ Eftir klúðrið var það sagt, að ef sæist til manns að pissa uppí vindinn, þá væri það örugglega verkfræðingur.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 10:09

5 identicon

Allir höfum við okkar trú og vonandi reynist Koddinn sannspár um framrás rifsins til Vestmannaeyja, það yrði ekki amalegt ef vegstæði milli Lands og Eyja yrði sjálfsprottið.

lydurarnason (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 11:04

6 identicon

Reynsla, innsæi og raunvísindi eru systkini. Þekking heimamanna af staðháttum er ómetanleg þegar ráðast á í mannvirkjagerð. Þekking og skilningur fræðanna eru líka ómetanleg. Ég tel rangt að tefla þessu upp sem andstæðum pólum. Þeir þurfa að starfa saman.

Björn Hjálmarsson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 19:47

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég held að það sé ekkert óholt að anda með nefinu nú um stund og leggja svo af stað og þróa verkið.  Upphrópanir og kjána þvaður sem eingin þorir að borga fyrir er niðurlægjandi fyrir okkur öll.

Hrólfur Þ Hraundal, 25.9.2010 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband