EINN FYRIR ALLA.

Ætli óvirðing alþingis hafi ekki náð hátindi í dag.   Kannski var barnaskapur að trúa þinginu fyrir þessu verkefni en niðurstaðan, að ætla einum manni ábyrgðina, er súr.  Best hefði verið að allir tilnefndir ráðherrar mættu fyrir landsdóm og þannig fengist heildarúrskurður.  Vitað var að sjálfstæðisflokkur félli á prófinu, enda lengi verið klúbbur en ekki stjórnmálaafl.  Samfylkingin missti buxurnar og tókst forkólfum hennar að halda fallöxinni í hæfilegri fjarlægð.   Túlkun þingmanna Hreyfingarinnar á ástandinu blasir við að vera sú eina rétta og þarf ekki nema líta yfir þingheim til að meðtaka þá staðreynd að þar ríkja enn hrunverjar og áhangendur þeirra.  Sem skýrir áhugaleysi hópsins á fortíðinni og ónýti hans í framtíðinni.   

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var niðurstaða og ekki óeðlileg, skipstjóri er í sjórétti oftar en ekki talinn bera fulla ábyrgð vegna stöðu sinnar en ekki hans undirmenn þó þeirra hafi verið mistökin.

Rögnvaldur Ingólfsson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 08:20

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, Hreyfingin hefur sannað það að þessir fjórir gömlu flokkar eru þessari þjóð til óþurftar og þó fremur hættulegir.

Okkur vantar flest annað en pólitíska eymd í sinni nöktu mynd.

En ég held að Lilja Mósedóttir hafi hreyft við mörgum í spjallinu við Þórhall í gærkvöld.

Kannski er hún framtíðarleiðtoginn? 

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 10:20

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Blóðrisa land,
mölvað af knútum og köglum,
klórað af hrímþursa nöglum,
blóðrisa land!

Vandræða land,
skakt eins og skothendu kvæði
skapaði Guð þig í bræði,
vandræða land!

Drepandi land,
búið með kjark vorn og kjarna,
kúgandi merg þinna barna,
drepandi land!

Drepandi land,
hvað er það helzt sem þú safnar?
Sult vorn og örbirgð þú jafnar,
drepandi land!

Vesæla land!
Setið er nú meðan sætt er,
senn er nú étið hvað ætt er,
vesæla land!

Hrafnfundna land,
munt þú ei hentugast hröfnum?
Héðan er bent vorum stöfnum,
hrafnfundna land!

Níels A. Ársælsson., 29.9.2010 kl. 13:15

4 identicon

Ósammála þér, Rögnvaldur, um sjóprófasamlíkinguna, í samsteypustjórn eru forkólfar allra hlutaðeigandi ábyrgir.  Finnst reyndar að allir ráðherrar hrunstjórnarinnar og stjórnarinnar þar áður ættu að koma fyrir landsdóm.  Lilja Mósesdóttir er einlægur þingmaður sem kemur af hliðarlínunni inn í flokk vinstri grænna.  Það hamlar hennar brautargengi en vissulega yrði nýjum framboðum mikill fengur í Lilju.  Framtíðarleiðtogi, kannski.  Bragur aðmírálsins er að vonum, kröftug hvatning til brottkasts undirmáls á alþingi.

lydurarnason (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband