EGGJAHRÆRA Á AUSTURVELLI.

Eins og ömurleg hljómsveit gengu mörgæsir þjóðfélagsins milli guðs og þings, ataðar eggjum og tómötum.  Steingrímur biður um þolinmæði en Bjarni vill nýja hljómsveit á svið, væntanlega með sjálfum sér sem forsöngvara.   Og þegar tveir kostir eru í boði er tamt að taka þann verri.  Örþrifaráð allslausra íslendinga á Austurvelli dagsins hittu þó alla þingmenn og fóru ekki í manngreinarálit.  Jafnvel guðsmenn fengu að kenna á hrærunni.  Vona Steingrímur átti sig á því sem nærtækast er, gulli hafsins og lífeyrissparnaði landsmanna.  Hvorutveggja eru mjólkurkýr núsins og þjóðin þarf nytina strax.  Taki Steingrímur þennan blús er von að eggjakastinu linni.  Stígi Bjarni hinsvegar á stokk verður öllum vísað út og VIP móttakan opnuð á ný.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég sé ekki orðið nokkurn mun á Steingrími og LÍÚ.

Því miður !!!!!!!!!

Níels A. Ársælsson., 2.10.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband