VON OG ÓVON.

Krafa fólks um að forgangsraða fólki fram yfir fjármagn var hávær á Austurvelli í nótt.  Hugsunin sú að fremur sé hlúð að brýnum þörfum einstaklinga en súluritum banka og fjármálastofnanna.  Einnig að afskriftir ættu yfir alla að ganga, ekki einungis suma.  Einmitt þetta atriði fer mjög fyrir brjóstið á fólki og fullkomlega eðlilegt.   Veruleikafirring ríkisstjórnarflokkanna er sú að hafa forgangsraðað ESB, icesave og nú síðast landsdómi í stað fjölskyldna landsins.  Veruleikafirring stjórnarandstöðunnar er á hinn bóginn ranghugmyndir um endurkomu í stjórnarráðið.  Lausnin er ekki fólgin í endurkomu hrunverjanna, þá fyrst verður allt vitlaust.  Þjóðin heimtar sértækar, tafarlausar lausnir á skuldavanda heimilanna, lagasetningu strax þar sem komið er inn á heimilin en ekki óvissuferð hvers og eins upp á óvon.   Af mótmælum gærkvöldsins má glögglega sjá að tíðinda sé að vænta.  Tímaglas ríkisstjórnar ESB, icesave og landsdóms er runnið út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband