7.10.2010 | 02:36
SKIPT UM FRAMHLIÐ.
Að burðast með brennimark eða kennitölu sligar nú margan íslendinginn. Þó hefur ákveðnum hópi tekist að sigla framhjá þessum merkingum. Með mörgum kennileitum skipta sumir um framhlið að vild og viðhafa eigin reglur og siði . Nýlegar fregnir af arðgreiðslum og afskriftum sýna glöggt hvernig fólk notar slík töfrabrögð til að koma undan fjármunum jafnhliða eigin skuldaafskriftum. Hvernig er þetta eiginlega hægt og hvers vegna látið viðgangast? Ríkisstjórnin og reyndar þingheimur allur hlýtur að geta sammælst um svo augljóst þjóðþrifamál.
LÁ
Athugasemdir
Hvað er eins og það á að vera í þessu Helv... ? Það er sama hvað sagt er eða hvað gert er. Allt er eins vitlaust og hugsast getur. Ég er steinhættur að furða mig á nokkru. Það er full reynt að nokkuð geti komið að viti frá þeim sem stjórna........ 63-59.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 11:03
Þegar stjórnvöld hvetja til kennitöluflakks, á fólk ekki að nýta sér það? Ég er að vinna á bar sem hefur verið rekinn á sömu kennitölu í mjög mörg ár, ég er í samkeppni við bari sem stunda kennitöluflakk. Ég get ekki boðið sömu kjör og hinir sem bjóða tvo fyrir einn og stunda allskonar undirboð.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.10.2010 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.