ALÞÝÐUÓTTI.

Varla telst til tíðinda að vera frambjóðandi til stjórnlagaþings.  Þátttakan slík að undrun sætir.  Hún ber þó pólitískri vakningu vott og áhugasamir kjósendur ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.  Sjálfur ákvað ég að svara þessu þjóðarútkalli enda stendur vel á í mínu lífi.Afstaða mín til stjórnlagaþings hefur æ verið jákvæð enda felur það í sér aðkomu fólks að stjórnmálum sem ekki er skólagengið í stjórnmálaflokki.  Brýn þörf er á slíku í íslenzku þjóðlífi til að brjóta upp samtryggingu stjórnmála og viðskiptalífs.   Þetta innanmein þarf nauðsynlega út að reka og endurskoðun stjórnarskrárinnar prýðis byrjun.

Því fannst mér hryggilegt að heyra Guðrúnu Pétursdóttur fræða landslýð um framkvæmd kosninganna sjálfra.  Að ætla frambjóðendum númer í stað eigin nafns er móðgun og réttlætingin að það sé til einföldunar vegna fjölda þeirra er útúrsnúningur.  Þvert á móti mun tilhögun sem þessi flækja málin og fæla kjósendur frá þátttöku.  Þessari úrlausn, að hver kjósandi velji 25 einstaklinga á stjórnlagaþing með persónunúmeri, gef ég falleinkunn og vildi gjarna sjá henni riðlað.  Einfaldast væri að raða frambjóðendum eftir stafrófsröð á kjörseðlinum ásamt kennitölum.  Síðan gæti fólk merkt við þá fimm sem þeir helst vildu sjá á þinginu.  Þannig aðkoma myndi reka miklu fleiri á kjörstað sem miðað við tilgang stjórnlagaþings hlýtur bæði að vera forsenda og eftirsóknarvert. 

       

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér, kerfið virkar allt of flókið...  Ég myndi vilja velja mína 5 eða 10 uppáhaldsframbjóðendur....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.10.2010 kl. 02:20

2 identicon

Þá er maður kjaftstopp eina ferðina enn.

Sú hugmynd að kjósa fólk eftir tölustöfum lýsir ótrúlegri ósvífni.  Þetta er þekkt aðferð til að afmá persónuleikann. --- Mandela var aldrei ávarpaður með nafni.  Nasistar nýttu sér þessa aðferð. --- Svo eigum við að greiða atkvæði til Stjórnarskraþings --- með tölustöfum. Bla, bla bla.

Hvað segir Stjórnarskráin ????

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 09:55

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér Lýður að tölusetning frambjóðanda í stað þess að nafngreina þá er vont mál. Þá er ég hræddur um að það muni hugsanlega fæla kjósendur frá og valda því að margir kjörseðlar verði ógildir.

Ég deili hins vegar ekki þeirri skoðun að nauðsyn hafi verið á stjórnlagaþingi og sérstaklega ekki með þeim formerkjum sem ákveðið hefur verið.  Hitt er annað að stjórnlagaþing á að kjósa og ég óska þér til hamingju með að hafa gefið kost á þér og mun veita þér minn stuðning með atkvæði mínu að minnsta kosti. Gangi þér vel í baráttunni.

Jón Magnússon, 19.10.2010 kl. 17:53

4 Smámynd: Elle_

Mikið er ég sammála ykkur að það ætti að nota nöfn manna, ekki númer.  Hinsvegar engar kt-r opinberlega, Lýður.  Það eru mistök og passar engan veginn og kt-r. manna eru persónulegar og ættu að vera heilagar, ekki opinberar. 

Elle_, 19.10.2010 kl. 22:27

5 Smámynd: Elle_

Líka tek ég undir með Jóni að engin þörf var á nýrri stjórnarskrá núna.  Það eru EU-sinnar (túlkist Samfylkingin með vald yfir VG) vafalaust sem vilja eyða í hvelli út fullveldisákvæðinu eða veikja það og veikja forsetaembættið.  Þau þoldu ekki ICESAVE-synjun forsetans sem heftar EU-dýrðina þeirra.  

Elle_, 19.10.2010 kl. 22:37

6 identicon

Þakka ykkur öllum athugasemdirnar.  Þykir vænt um stuðning þinn Jón, hann þigg ég vel og innilega.  Er ósammála Ellý í því að kennitölur frambjóðenda eigi að teljast heilagar og einnig að ganga að því vísu að stjórnlagaþing  muni veikja forsetaembættið.  Nái ég kjöri mun ég ekki leggja slíkt til.  Hvort þörf sé á stjórnlagaþingi tel ég svo vera og ekki sízt sá þáttur að óflokksbundið fólk spreyti sig á þjóðmálum, kominn tími til.

LÁ  

lydurarnason (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 03:09

7 Smámynd: Elle_

Nei, ég var ekki að segja að það MUNI veikja forsetaembættið, heldur að það sé vafalaust það sem vaki fyrir Samfylkingunni.  Í öðrum vestrænum löndum er kt. manns ekki opinber og fólk er hvatt til að opinbera hana ekki, af öryggisástæðum.  Og nafnið mitt ekk skrifað svona. 

Elle_, 20.10.2010 kl. 14:35

8 identicon

Afsakaðu, Elle, fór í íslenzka gírinn sem er mér svo kær.  Í samhengi orðanna mátti lesa samasemmerki milli stjórnlagaþings og samfylkingar, að það yrði notað til að koma þeirra málstað á framfæri.  Erum alla vega sammála um að slíkt væri vansi.  Er hinsvegar ósammála að sveipa kennitölur leyndarhjúp og þær nauðsynlegar til aðgreiningar á slíkum fjölda eins og er í framboði til margumrædds stjórnlagaþings.   Beiðist fólk þó sérlega eftir leynd þessara upplýsinga skal það að sjálfsögðu virða.

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband