SJÁLFSBJÖRG Í EYJAFIRÐI.

Landinn er prýðis þáttur í ríkissjónvarpinu og í kvöld farið til Grenivíkur. Pistill sá var fróðlegur. Framákona í sveitarstjórn sagði sögu plássins hvað atvinnurétt til sjós varðaði. Af hyggindum keypti sveitastjórnin kvóta strax í byrjun til að verja plássið atvinnumissi. Þetta framtak hefur varið byggðina fyrir áföllum og ekki bara það heldur tryggt vöxt og viðgang. Spyr því: Hvað ef öll sveitarfélög hefðu verið svona framsýn? Og hvað ef stjórnmálamenn hefðu haft vit á að festa veiðiheimildir ekki bara við útgerðina heldur líka landvinnsluna? Hvað ef og hefði? Þetta litla sveitarfélag í Eyjafirði sýnir svo ekki verður um villst vanda allra hinna. Og þó þessi forsjála sveitastjórnarkona segði breytingu kvótakerfisins nú skaðlega fyrir þjóðina sýndi hún um leið hvað sjávarplássunum kringum landið skortir. Fólki þar er ekki um að kenna hvernig fór og vona ég þegar kvótakerfinu verður umbylt að ein undantekning verði gerð til að sanna regluna: Að byggðarlagið Grenivík haldi sínum kvóta óskertum sem sönnun þess hve lífsnauðsynlegt öllum sé að halda sinni sjálfsbjörg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær eru "spes" systurnar frá Lómatjörn.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 07:29

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Lýður. Mestu og bestu sjómenn sem ég þekki til eru ættaðir frá Grenivík. Sá því miður ekki þennan þátt. Ég vildi gjarnan að Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra fengi úthlutað kvóta til að tryggja hreyfihömluðum fjármagn til að halda úti baráttu fyrir þá sem búa við skert kjör vegna fötlunar sinnar. Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.10.2010 kl. 20:36

3 identicon

Aldraðir og fatlaðir eru slappir þrýstihópar en vinsælir skrumurum á hinum pólitíska vettvangi.  Mesta fratyfirlýsingin í garð þessa fólks er hátæknisjúkrahúsið sem á að rísa en sá kumbaldur mun soga út úr heilbrigðiskerfinu allan mátt til annarra verka og þarfari.

Kveðja, LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband