DÖMUFRÍ.

Kvennafrídeginum mætti skaparinn með hraglanda enda karlmaður eldri en elstu menn muna.  En fróðlegt var að sjá heimildarmynd um Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta.  Í framboðskappræðum fyrir forsetakosningarnar 1980 voru frambjóðendurnir fjórir spurðir um nauðsyn þess að hjón sætu að Bessastöðum.   Svör karlanna þriggja endurspegla stökkið framávið, nú 30 árum síðar.   Þó eru enn áberandi mörgæsaklæðnaður í  fjármála- og viðskiptageiranum.  Einnig hallar nokkuð á kvenpeninginn í æðstu stöðum hins opinbera.   Gömlu kvennastéttirnar, aðhlynning og leikskólakennarar eru sömuleiðis nær óbreyttar.  Reyndar held ég að svo verði áfram og það endurspegli frekar mun kynjanna en misrétti.  Kynjakvóta telja sumir lausnina á þessu ójafnvægi karla og kvenna í og sumpart er ég því sammála, sérlega hjá hinu opinbera.  Þar gæti kynjakvóti verið til bóta og endurspeglað betur ólíkar áherzlur samfélagsins.  Lögboðna kynjaskiptingu tel ég hinsvegar ekki til farsældar í einkageiranum og jafnvel til trafala.  Miklu betra er að láta markaðinn sjálfan aðlagast nýjum tímum og viðhorfum.  En, stelpur, til hamingju með frídaginn og til hamingju með árangurinn og vonandi tekst ykkur að brjóta upp þá hugarfarshlekki sem eftir eru.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband