ROFIÐ SAMBAND.

Í öllum kimum samfélagsins kvaka nú óheillakrákur, atvinnuleysi, launaskerðing, skuldir, eignamissir, gjaldþrot, landflótti.  Við erum stödd í dimmum dal og djúpum og erum enn á niðurleið.  Bergmálið er hinsvegar eins og allt sé í himnalagi.  Allir vilja halda sínu og sumir bæta við.  Veruleikafirringin er algjör og hreinasta form hennar má finna á alþingi þar sem löngu dauðir stjórnmálamenn ganga aftur og aftur.   Ríkisstjórninni hefur ekki tekist að forgangsraða hlutunum og verja heimilin fyrir ágangi bankanna.  Henni hefur ekki tekist að losa þjóðina úr viðjum hagsmunaafla né að hefja nýtt skeið auðlindanýtingar.  Ríkisstjórninni hefur ekki tekist að blása í glæður atvinnulífsins heldur þvert á móti rýrir hún skattstofna til framtíðar með skammsýni og skattpíningu.  Verst er þó sambandsleysi hennar við þjóðina.  Það er núll og almenningur hefur enga tilfinningu fyrir leiðtoga né samtakamætti.  Niðurstaðan er áttavillt þjóð.  Held óumflúið að íslendingar muni "feisa" töluverðar þrengingar á næstu árum, bæði sem einstaklingar og samfélag.   Samstíga ríkisstjórn með sterkum leiðtoga gæti létt þá göngu en þangað til er alfarsælast að snúa sér undan vindi.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér má setja amen eftir efninu.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband