GUTTI, GUTTI, GUTTI, GUTTI, GUTTI KOMDU HEIM.

Gott að heilbrigðisráðherra ætli að endurskoða niðurskurð sjúkrastofnanna landsbyggðarinnar, tillögurnar enda fáranlegar og forgangsröðin helvízk. Vont þó að stjórnmálamenn gerast æ oftar afturreka með embættisfærslur sínar sem hlýtur að bera skammsýni vott. Heilbrigðisráðherra nefnir lyfjainnkaup og öldrunarmál sem ný skotmörk og sannast enn að kynslóðin sem færði okkur allar vellystingarnar skipar ekki öndvegi í hugum ráðamanna.   Ekki henni að kenna hvernig farið var með. 

Vil benda Guðbjarti Hannessyni á þrjár augljósar leiðir til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu:

1. Hættu umsvifalaust við nýja hátæknisjúkrahúsið.  Málið er algerlega án eftirspurnar og rekstur þess landspítala sem fyrir er þykir nógu þungur þó báknið sé ekki stækkað.

2.  Láttu ríkið ákveða magn og gæði þjónustu sem keypt er af sérfræðilæknum, ekki þá sjálfa. 

3.  Vertu opinn fyrir blönduðum rekstri heilbrigðisþjónustunnar, þannig myndast sjálfkrafa heilbrigt samkeppnisumhverfi og fleiri valmöguleikar.  Þessu fylgir líka sá ótvíræði kostur að ríkið verður færara um að veita þá grunnþjónustu sem alltaf þarf að vera til staðar fyrir alla landsmenn án tillits til búsetu og efnahags.   Sem að óbreyttu stefnir í að verði ekki.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að Guðbjartur lesi þetta.

Ágúst Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 10:41

2 identicon

Hvað varðar okkur aldraða er eftir að grípa til sértækra aðgerða líkt og tiðkaðist í menningarríkinu Þýskalandi á öldinni sem leið.  Við eigum hvort sem er svo stutt eftir.

Hátæknisjúkrahúsið verður að reisa. Lyfturnar á Landspítanum eru alltof þraungar.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband