GULLSTÓLABURÐUR.

Samtrygging stjórnsýslunnar er söm við sig.  Áratugum saman stóðu uppgjafarpólitíkusum sendiherra- og bankastjórastöður til boða en með þenslu stjórnsýslunnar hefur úrvalið aukist til muna.   Ingibjörg Sólrún er í palestínskri sendinefnd og  Halldór Ásgrímsson situr sem fastast í norðurlandaráðinu.   Og nú er Árni Matt kominn í matvælakistu sameinuðu þjóðanna.   Sú hefð er að verða æði rótgróin að þeir sem byrja hjá hinu opinbera hætti aldrei og jafnvel dauðinn sker ekki á eftirlaunagreiðslurnar.  En sérkjör opinberra ráðamanna eru einmitt réttlætt með bágri stöðu atvinnulega séð þegar embættisferli lýkur.   Kannski er þessi gullstólaburður ágæt leið gegn atvinnuleysi háttsettra opinberra starfsmanna en hann gerir lífeyrisréttindi í sérflokki óþörf.   Kominn er tími fyrir einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn.  Þeir sem vilja borga meira geta gert það að vild og leitað uppi vogunar- og séreignasjóði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband