NÝJAN AUÐLINDAPAKKA Í STJÓRNARSKRÁNA.

Mikill munur er á afstöðu stjórnmálamanna til stóriðju, ekki sízt álvera.  Fylgismenn slíkra framkvæmda segja stóriðju arðbæra, atvinnuskapandi og nauðsynlega á þessum tíma harðæris og kreppu.  Andstæðingar finna stóriðjufyrirtækjum allt til foráttu, gera þau tortryggileg og spyrða við spillingu.  Ennfremur að þau störf sem skapist svari ekki kostnaði og arðsemi af slíkum atvinnurekstri skili sér ekki í þjóðarbúið nema sem mengun og náttúruspjöll.  Eflaust má finna dæmi um þetta allt en samantekið finnst mér umræðan einkennast af öfgum í báðar áttir.   

Flest viljum við atvinnu, arð og fjárfestingu.  En ekki spillingu, mengun og náttúruspjöll.  Er ekkert annað í stöðunni en allt eða ekkert?  Augljóst er að raforkuverð verður að vera uppi á borðum.  Annað býður upp á tortryggni.  Einnig þarf fólki að vera ljóst að auðlindir þjóðarinnar séu ævarandi í þjóðareign og enginn þurfi að hræðast missi þeirra til frambúðar.  Einungis ætti að vera hægt að semja við einkaaðila um nýtingarrétt í tiltekinn tíma með möguleika á endurnýjun.  Líka er brýnt að mörkuð verði umhverfisstefna til framtíðar með friðlýsingu svæða sem þykja þess verð og þau útilokuð frá spjöllum.  

Í dag er ekkert öryggi í neinni framvindu orkunýtingar, hvorki fyrir þá sem hingað leita né íslenzkan almenning.  Endalausar tafir, óvæntar uppákomur, vantraust og árangursleysi er einkennandi og tjaldað til einnar nætur.   Mikið skortir og tel ég þetta eitt helsta nauðsynjamál íslenzkra stjórnmála.  Á könnu stjórnlagaþings verður að semja nýjan auðlindapakka sem gefur stjórnvöldum miklu skýrari línur en nú er.  Vona fleiri séu sama sinnis.

Lýður Árnason, frambjóðandi til stjórnlagaþings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff hvað þú talar eins og pólítíkus núna, er ekki hægt að orða þetta skýrar?

Pétur Björnsson (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 00:52

2 Smámynd: Lýður Árnason

Jú, jú, Pési minn.  Kjósa nr. 3876 á stjórnlagaþing.

Kveðja, LÁ

Lýður Árnason, 5.11.2010 kl. 01:33

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Hverjar eru auðlindir þjóðarinnar? það er ekki um að ræða nýjan auðlindapakka, það er engin umfjöllun um auðlindir í núverandi stjórnarskrá. 

Kjartan Sigurgeirsson, 5.11.2010 kl. 14:29

4 identicon

Sæll, Sigurgeir.  Ágæt spurning:  Hverjar eru auðlindir þjóðarinnar?  Þetta þarf einmitt að skilgreina í nýrri stjórnarskrá.   Núna er drepið á atvinnurétti og jöfnuði gagnvart lögum sem og afnotarétti en allt úr samhengi og fremur óljóst.  Því finnst mér brýn þörf á nýjum auðlindapakka í stjórnarskrá sem tekur þessi mál fyrir í heild sinni og samhæfir þau deginum í dag og framtíðinni.

Lydurarnason (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 17:24

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mín sýn á þetta er óbreytt í áranna rás. Valið stendur um það hvort við ætlum okkur á hraðferð inn í bandalagið með þriðja heiminum og útvega auðhringum ódýra og vistvæna orku til hráefnisvinnslu eða- ekki.

Hugmyndabox íslenskra stjórnvalda þegar kemur að uppbyggingu atvinnu er galtómt. Alveg galtómt.

Mér finnst líka kominn tími til að afsanna þá kenningu að störf í álverum séu dýrustu störf í heimi. Eða þá sanna hana. 

Árni Gunnarsson, 5.11.2010 kl. 23:32

6 Smámynd: Lýður Árnason

Fyrirgefðu, Kjartan, skammhlaup varð á milli nafna.  En, Árni, þér hjartanlega sammála um ebitu álstarfanna, hana þarf að draga fram og ætti það að vera auðvelt reikningsdæmi fyrir reiknimeistara ríkisins og annars. 

LÁ 

Lýður Árnason, 6.11.2010 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband