ÞJÓÐFUNDUR OG STJÓRNLAGAÞING Í TAKTI.

Þjóðfundur er nú afstaðinn, forveri stjórnlagaþings.  Greinilegt er að mikill áhugi er meðal fólks til úrbóta í samfélaginu og umræðan fjörleg.  Eflaust telja margir áherslur þjóðfundarins full almennar en þó er rauði þráðurinn sá að fólk vill heiðarlega stjórnmálamenn sem bera gjörðir sínar á borð.  Ennfremur vill fólk meiri aðkomu að mikilvægum ákvörðunum.   Finnst þetta samrýmast vel málflutningi flestra frambjóðenda til stjórnlagaþings og eykur það vonir um að þingið álykti í samræmi við vilja þjóðarinnar.   Enn sem komið er gengur ferillinn að nýrri stjórnarskrá að óskum, vona svo verði áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband