8.11.2010 | 05:35
ÞEGAR GULLGÆSIR ERU SELDAR.
Ágætur vinur, sem býr í Þýzkalandi, segir mér í kaffispjalli kvöldsins að mánaðarleg húsakynding kosti sjö sinnum meira úti en hér. Mánaðarlega borgi hann 700 evrur í upphitunarkostnað en aðeins 100 Evrur í álíka stórri íbúð sinni hér. Vá ef satt er, 100 þúsund í kyndingu á mánuði. Hverju sætir, spurði ég, og kvað hann þá þungbrýndur að fyrirtæki á einkamarkaði hefði fyrir einhverjum árum keypt yfirráðaréttinn yfir málaflokknum og síðan hækkað verðið jafnt og þétt í skjóli einokunar. Nú ku heyrast í nokkrum bæjarfélögum hér á fróni kurr og eftirsjá vegna seldra orkuréttinda og vilji sumra til að kaupa þær til baka. Dreifikerfi símans var selt úr þjóðareign á tímum einkavæðingarhraðlestarinnar og ekki bara stendur þjóðin berskjölduð gagnvart væringum á ljósleiðaramarkaði, hún verður einnig af umtalsverðum tekjum. Virkjun einkaframtaksins er af hinu góða en þegar áratuga strit þjóðarinnar og dugnaður í formi dreifikerfis er farinn um aldur og ævi hljóta menn að spyrja: Í þágu hverra?
Lýður Árnason, frambjóðandi til stjórnlagaþings.
Athugasemdir
Ég held að vinur þinn sé í ansi stórri íbúð eða þá að hann er að kynda eitthvað vitlaust.
Ég er aðeins að greiða um 70 evrur í kyndingu í minni íbúð.
Nema þá að hann búí í 530 fm íbúð;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 06:47
Já það er eitthvað voðalega "fyrir hrun" legt við þessa frásögn "vinar" þíns.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.11.2010 kl. 08:49
Má vera að þetta standist ekki en sá sem sagði þó ekki vændur við ósannsögli hingað til. Mun inna hann eftir þessu hið fyrsta. Breytir þó ekki því áliti mínu að sala dreifikerfis símans hafi verið skammsýni og betur heima setið.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.