FÍFLSKA EÐA SNILLD?

Gnarrinn gladdi landsmenn með ásjónu sinni í kastljósi kvöldsins.  Og inn á milli með rykdusti af borði og tilsvörum.  Mikilhæfur að eigin sögn og ekki vil ég gera lítið úr því, honum tókst að gera þann usla sem margir vildu gert hafa.  Og aldrei var viðtalið leiðinlegt, skein á með skúrum, æjæjum og jessum en aldrei leiðindum.  Jón hefur innleitt nýtt óöryggi í íslenzka pólitík, löngu tímabæran óútreiknanleika þar sem skiptist á fíflska og snilld samtengdar einlægni.   Ég held afstaða margra gegn Jóni sé ekki vegna vantrúar á hæfni hans heldur vegna ótta við að honum takist ætlunarverk sitt.   Alla vega er ljóst að Jón er minkur í hænsnabúi íslenzkrar pólitíkur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var fullkomnlega kjaftstopp. ----- Þetta viðtal hlýtur að vera einstakt í veraldarsögunni, þegar maður af hans stærðargráðu á í hlut. ----- Fólk er upp til hópa harðánægt með Gnarrinn. ---- Og skal engum undra, þegar litið er á það sem undan er gengið í stjórnmálaumræðunni.--- Hann minnir mig á Jóhannes Kjarval. --- Hann var ársæll listamaður. --- allt sem hann lét út úr sér,  þótti harla gott. --- Gaf út tvær bækur, sem hann nefndi "GRJÓT" og hina "MEIRA GRJÓT" --- Það þótti bókmenntaviðburður,---- Jón Gnarr er viðburður hvernig sem á það er litið.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 12:15

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Skondinn piltur, Jón Gnarr! En hvert er ætlunarverk hans sem "margir vantrúaðir" óttast?

Flosi Kristjánsson, 9.11.2010 kl. 15:14

3 identicon

Já, drengir, Gnarrinn er skondinn.  Ætlunarverk Jóns og fylgismanna tel ég það að hnika og jafnvel umbylta því valdajafnvægi sem ríkt hefur í íslenzkri pólitík.  Hingað til hafa flokkar gengið að ákveðnum sannleik vísum en svo er ekki lengur og Jóni um að kenna eða þakka.

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 22:57

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Líklegt þykir mér að Jón Gnarr leiði næst hross inn í ráðhúsið sér til ráðuneytis á borgarstjórnarfundum.Það er gott mál, og mun auka skilning á snilld hans.

Sigurgeir Jónsson, 9.11.2010 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband