MEIRA UM ÁLYKTANIR ÞJÓÐFUNDAR.

Ályktun þjóðfundar 2010.  

 

FLOKKUR 2.   

 

SIÐGÆÐI

Almenn siðferðileg gildi án sérstakra tengsla við stjórnskipun eða stjórnmál, svo sem heiðarleiki, virðing, ábyrgð, umburðarlyndi, sanngirni og samkennd. 
 

  "Stjórnarskráin skal byggja á siðferðisgildum. Siðgæðisþema nýrrar stjórnarskrár skal vera mannvirðing, tjáningarfrelsi og tillitssemi. Lögð sé áhersla á heiðarleika kjörinna fulltrúa, embættismanna, lög og siðareglur. Til að efla og bæta siðgæði þjóðarinnar þarf að kenna siðfræði í skólum landsins og auka samfélagslega ábyrgð almennings. Á Íslandi skal valdhöfum settur skýr rammi þar sem mannvirðing, ábyrgð og skyldur við þegna landsins eru höfð að leiðarljósi"   

 

Kennsla í siðfræði getur varla skaðað þessa þjóð, veit þó ekki hvort slíkt skuli stjórnarskrárbundið.  Hinsvegar hefur bitur reynsla kennt okkur að setja þarf valdhöfum, forseta, ráðherrum og þingmönnum miklu skýrari og þrengri ramma hvað ákvarðanir og  embættisfærslur varðar.  Einnig viðurlög sé honum ekki hlýtt.  Þannig skapast aðhald og erfiðara verður að koma sér undan ábyrgð.     

 

Lýður Árnason, frambjóðandi til stjórnlagaþings.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þar hefði Replycerinn komið sér vel þó verðið sé 1,500,000,- það verð ég ná að viðurkenna.

Eyjólfur Jónsson, 9.11.2010 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband