10.11.2010 | 14:21
LOKSINS ER ÓHÆTT AÐ SETJA KVÓTANN Í ÞJÓÐARATKVÆÐI.
LÍU lét á dögunum gera könnun á fylgi við svokallaða samningaleið í sjávarútvegi sem kveður á um að semja við núverandi kvótahandhafa gegn gjaldi.
SPURNINGIN VAR SVONA:
Meirihluti starfshóps, sem sjávarútvegsráðherra skipaði til þess að endurskoða lög um stjórn fiskveiða, lagði í byrjun september 2010 til að farin yrði svokölluð samningaleið í sjávarútvegi.
Samningaleiðin byggir á því að ríkið geri samninga við núverandi handhafa fiskveiðiheimilda um veiðiheimildir gegn gjaldi.
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að þessi leið verði farin?57% voru þessari leið fylgjandi. Mér er þó spurn hvor gjaldið skal greiða, útgerðarmenn þjóðinni fyrir áframhaldandi veiðirétt eða þjóðin útgerðarmönnum fyrir að veiða fiskinn? En hvort sem er þá hlýtur niðurstaðan að vera fagnaðarefni fyrir LÍÚ og sjálfstæðisflokkinn.
Nú ætti að vera óhætt að setja kvótakerfið í þjóðaratkvæði.
LÁ
Athugasemdir
Rosalega er þetta HÁRBEITT hjá lækninum !!!!!
Ætli hann sé skurðlæknir ?????????
Magnús (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 14:51
Og endilega að halda áfram að úthluta kvóta til aðila sem hvorki eiga skip né útgerð. Mikill er máttur LíÚ.
Sigurður I B Guðmundsson, 10.11.2010 kl. 15:20
Það voru fyrst og fremst fulltrúar sjómanna í nefndinni sem stoppuðu það af að ríkið stæli veiðiréttinum.Fulltrúar sjómanna í starfshópnum vissi sem er, að ef ríkið setur veiðiréttinn á uppboð eftir að Ríkið hefur stolið honum, þá verður uppboðsgjaldið til ríkisins tekið af kaupi sjómanna.En sveitarfélögin vantaði í starfshópinn.Af hverju þau voru ekki þar virðist enginn vita.En ef það verður tekið aukið gjald af veiðiréttinum þá er augljóst að það gjald á að renna til þeirra sveitarfélaga þar sem útgerðirnar eru staðsettar.Það er ekkert því til fyrirstöðu að sveitarfékögin láti nú þegar fara fram atkvæðagreiðslur í sveitarfélögunum hvort sveitarfélögin eigi ekki að hafna því að ríkið steli staðbundnum veiðirétti sem er sveitarfélögunum.En þú ert með LÍÚ á heilanum Lýður og ert ekki einn um það.
Sigurgeir Jónsson, 10.11.2010 kl. 15:51
Þessi endemis skoðunarkönnun LÍÚ er ekki mönnum bjóðandi. Það er eins gott að Lýður (# 3876 # ) haldi vöku sinni.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 17:06
Stjórnlagaþingið er sett til höfuðs landsbyggðinni,sér í lagi Vestfjörðum.Allir skulu suður.
Sigurgeir Jónsson, 10.11.2010 kl. 18:15
Sælir allir og þakka góð innlegg nema Sigurgeir er úti á túni í nokkrum atriðum: Ríkið, þ.e. þjóðin á veiðiréttinn og er því engu að stela, fremur endurheimta. Útleiga á aflaheimildum ætti eingöngu að vera á könnu ríkis og sveitarfélaga. Kjör sjómanna hafa stórversnað á umliðnum árum, leiguliða þó sérlega enda eru þeir að borga útgerðinni auðlindagjald sem ríki og sveitarfélög ættu réttilega að fá. LÍÚ er mér ofarlega í huga, það er rétt, enda flagga samtökin einu mesta óréttlætismáli í sögu lýðveldisins. Stjórnlagaþingið er ekki sett landsbyggðinni til höfuðs en vissulega er hætta á slagsíðu hennar megin. Slumpist ég inn á þessa samkomu mun ég reyna að halda landsbyggðargildum á lofti og býst því við þínum stuðningi, Sigurgeir.
Kveðja, LÁ
Lýður Árnason, 11.11.2010 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.