SJÁLFSTJÓRN BYGGÐANNA.

Margir hafa borið kvíðboga fyrir slagsíðu landsbyggðarinnar á komandi stjórnlagaþingi.  Sjálfur er ég í þeirra hópi enda alið manninn til sveita umliðin ár.  Þessi uggur á við rök að styðjast og kom fram á nýafstöðnum þjóðfundi hvað kjördæmaskipan varðar.   Auðvitað liggur beinast við að hafa landið eitt kjördæmi og vægi atkvæða jafnt óháð búsetu.  Þetta er í raun sanngirnismál og eðlilegt að flestir líti það þessum augum.   Að því ber þó að hyggja að hagur þéttbýlis og dreifbýlis er um margt ólíkur, viðhorfin öðruvísi og gildismat sömuleiðis.  Því er sú hætta fyrir hendi að í einmenningskjördæmi koðni áherzlur landsbyggðarinnar niður og hún verði meiri afgangsstærð en þegar er orðið.   Ætli menn sér að umbreyta kosningalöggjöfinni í nýrri stjórnarskrá væri æskilegt að héruðin fengju meiri sjálfsstjórn.  Ennfremur að þau nytu landkosta í auðlindum sínum sem og réttlátrar tekjuskiptingar sem tæki mið af meiri umsýslu í heimabyggð.   Með þessu yrði búsetuskilyrðum bjargað og ríkjandi miðstýringaráráttu  bægt frá.   Spurning hvort hægt sé að setja sjálfstjórn landsfjórðunganna í hina nýju stjórnarskrá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú segir Lýður að það liggi beinast við að landið sé eitt kjördæmi.Hvorki þú né aðrir rökstyðja þessa skoðun ykkar á nokkurn hátt.Þegar svo er komið að 2/3 íbúanna er samankomin á smábletti í 103.000 fkm.landi eins og er á Íslandi þá er tómt mál að tala um að landið eigi að vera eitt kjördæmi.Atvinnuhættir og margt gerir það að verkum að ef íbúar á þessum bletti, Höfuðborgarsvæðinu fá því framgegnt að hafa lífsskilyrði allra annarra landsmanna í hendi sér þá, þýðir það að mínum dómi ekkert annað en kúgun landbyggðarinnar.En kjördæmaskipunin sjálf er ekkert heilög.íÍslandi var skipt í fylki hér áður fyrr, á 19. öld. Norðmenn hafa ekki aflagt fylkjafyrirkomulagið hjá sér.Bandaríkjamenn eru með fylki.Sviss með kanónur.Það er fyrst og frems vegna sovandaháttar sveitarfélaga á landsbyggðinni að þessi umræða er komin þetta langt að landið verði eitt kjördæmi og þú vilt það Lýður.Þess vegna legg ég til að ekki einn einasti maður á landsbyggðinni kjósi þig,til þess þings sem kallast "stjórnlagaþings" og verður aldrei annað en skrípaleikur hrunliðsins í 101 R.Vík.En sveitarfélög á landsbyggðinni sem eru þessa dagana að verða fyrir kúgun hrunliðsins á höfuðborgarsvæðinu geta byrjað á því að sína þann manndóm að stofna Samband sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins til að verja sig.Halldór Halldórson á að hugsa um sitt fólk, ekki þjóna hrunliðinu og ekki þú heldur Lýður.

Sigurgeir Jónsson, 11.11.2010 kl. 10:32

2 identicon

Sæll, Sigurgeir.  Allir hljóta að sjá réttinn í því að allir atkvæðisbærir íslendingar vegi jafnt.  Sem þýðir að landið sé eitt kjördæmi.  Núverandi kjördæmaskipan hefur ekki skilað landsbyggðinni neinu og það endurspeglast í skrifum og viðhorfum okkar beggja, Sigurgeir.  Ég vil heimastjórn í héruðin og tel það tryggja framgang þeirra mun betur en núverandi fyrirkomulag þar sem kjördæmapot og einskis verð loforð tröllríða öllu en hin raunverulega glíma um atvinnuréttinn gleymist.  Við eigum að koma 101 liðinu í skilning um þarfir landsbyggðarinnar og vinna út frá því.  Tel þig dyggan stuðningsmann þó hugsanlega sé óafvitandi og trúi ei orðum þínum að vera mér fráhverfur í komandi stjórnalagaþingsbaráttu, þau eru meyjar nei.

Baráttukveðja,

Lýður Árnason.

lydurarnason (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 16:29

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hægt væri að skipta landinu upp í fylki, og hafa Alþingi í tveimur deildum.Í kosningum væri vægi atkvæða jafnt í annarri deildinni, en í hinni ekki.Þannig er það í Bandaríkjunum.Þar hafa deildirnar verið kallaðar á íslensku fulltrúadeild og öldungadeild, en auðvitað þarf ekki að nota þau nöfn hér.En númer eitt er að völdin verði tekin af hrunliðinu í Gnarrborg, og það fái þau aldrei aftur.

Sigurgeir Jónsson, 11.11.2010 kl. 20:43

4 identicon

Ef grein Lýðs, "Sjálfsstjórn Byggðanna", er lesin til enda, þarf enginn að velkjast í minnsta vafa um heillindi hans til landsbyggðarinnar. ---- Að halda því fram, að hann sé andsnúinn okkur landsbygðarfólki, eða vilji kúga okkur, -- er alger þvættingur. ----Aðeins illvilj er að baki slíkum orðum.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 21:27

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

"héruðin fengju meiri sjálfstjórn"Það er gömul klysja að efla skuli sveitastjórnarsviði.Það þýðir ekki að landsbyggðin skuli að hafa eitthvað vald á Alþingi.Samfylkingin sér um sína,það vita jafnvel þeir sem hafa sagt sig úr henni.

Sigurgeir Jónsson, 11.11.2010 kl. 23:19

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera sveitastjórnarsviðið.

Sigurgeir Jónsson, 11.11.2010 kl. 23:20

7 identicon

Kæri Sigurgeir, þú nefnir deildarskipt alþingi og það er ekki svo galin hugmynd þó afturhvarf sé til fortíðar.  Þetta gæti verið ákveðinn öryggisventill fyrir landsbyggðina og reyndar fyrir þjóðina alla gegn hrunverjum og þeirra þruglpólitík.  Efling sveitastjórna er í gangi verkefnalega séð en tekjustofnanir gleymast.  Fjárhagslegt sjálfstæði er lykilatriði framkvæmda og reisnar, líka fyrir hin minni bæjarfélög.  Held miklu fleira sameini okkur en sundri, Sigurgeir, hef haft mikla ánægju af athugasemdum þínum og treysti á að þú æpir yfir alla landsbyggðina að kjósa Lýð Árnason, frambjóðanda númer 3876, á stjórnlagaþing.

Baráttukveðjur,

lydurarnason (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband