13.11.2010 | 01:04
SNÁKUR Í EYÐIMÖRK.
Mikið er þrefað um skuldavanda heimilanna og lausnir á honum. Mathiesen nokkur rifjar enn eina ferðina upp fyrir okkur aðferð athafnamanna s.s. að ryksuga fjármuni út úr fyrirtækjum áðuren hamarinn fellur. Hlaupa svo sinn veg meðan kröfuhafarnir grípa í tómt. Skuldugir borgarar hafa verið staðnir að eyðileggingu eigna sinna rétt fyrir missi og svipar það í mörgu til ofangreinds. En ætli sé ólöglegt að snúa þessu við, þ.e. að einstaklingur breyti sér í fyrirtæki eða fyrirbæri, skipti þannig um kennitölu, selji fyrirbærinu hús og bíl á slikk og kröfuhafarnir standa eftir slyppir. Afhverju ætti kennitöluflakk að virka bara á annan veginn? Svo er aðferð Jónínu Ben auðvitað eins og snákur í eyðimörk, ginna kröfuhafanna með dauðasynd og klaga síðan í mömmu. Ekki öll nótt úti í þessum efnum.
LÁ
Athugasemdir
Ég held að Pétur í Fangavaktinni hafi einmitt reynt að skipta um kennitölu, jafnvel nafn líka. Það var ekki samþykkt.
Í alvöru talað þá eru hlutafélagalög hér á landi ekki tekin alvarlega. Það ríkir algjört agaleysi. Það er helst ef það eru skattskuldir að einhverju er fylgt eftir - annað er látið falla undir "svona er þetta bara". Mér finnst ótrúlegt þegar fyrirtæki eru með 300-500 milljón króna eignir í efnahagsreikningi og það tekst aðeins að ná kannski 1,6 milljón upp í kröfur. Hvert fóru þessar eignir?
Sumarliði Einar Daðason, 13.11.2010 kl. 02:51
Sæll, Sumarliði. Margir meina þessar eignir mútuibita skuldara og kröfuhafa, báðir græða persónulega með því að fyrirtæki skuldarans skili banka kröfuhafans engu og því sem skotið er undan skiptist jafnt á hvorn fyrir sig. Spurning?
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 03:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.