NÁTTÚRA ÍSLANDS, VERND OG NÝTING

Ályktun þjóðfundar 2010.  

 

FLOKKUR 5. 

Gildi og gildistengd atriði sem lúta að umhverfi, þ.á.m. auðlindum, svo sem sjálfbærni, umhverfisvernd og þjóðareign.

 "Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Setja þarf skýr lög um eigna- og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir"   

 

Þennan kafla tel ég veigamikinn í nýrri stjórnarskrá enda engin ákvæði í okkar núverandi sem beinlínis fjalla um auðlindir.  Finnst þjóðfundarfulltrúum hafa tekist vel til með orðalag þessa ákvæðis, vil þó bæta við að tryggja verði þjóðinni arð af auðlindum sínum og skilgreina ekki bara nýtingarrétt heldur og nýtingartíma.  Stefna ber að samræmdum auðlindalögum um allar auðlindir þannig að þjóðin sem leigjandi og fyrirtæki eða einstaklingar sem leigjendur viti að hverju sé gengið.  Allt leynimakk kringum verð og viðskipti á ekki að leyfa.   Best væri að þing og þjóð gengi í þá vinnu að umhverfismeta allt landið og ákveða til framtíðar hvaða svæði og náttúrugersemar skuli óspjölluð og hver yrðu hentug til atvinnustarfsemi.   

 

Lýður Árnason, frambjóðandi til stjórnlagaþings. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er eins og hvert annað bull, enda var þessi "þjóðfundur"sem samanstóð af fólki sem var að 2/3, í engum tengslum við þá atvinnuvegi sem stundaðir eru utanhöfuðborgarsvæðisins.Talað er um þjóðareign, þegar átt er við ríkiseign."Setja þarf skýr lög um eigna og nýtingarrétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki.Ekki er annað sjáanlegt samkvæmt þessu bulli en að gera eigi jarðir bænta upptækar til ríkisins.Það er sorglegt að frambjóðandi til stjórnlagaþings sem segist bera hag landsbyggðar fyrir brjósti þurfi að beygja sig í duftið fyrir hrunliðinu í R.Vík til að eiga möguleika á því að fá nægjanlega mörg atkvæði til að verða kjörin.Þetta verður framtíðin fyrir landsbyggðina ef hún vaknar ekki.Kjósum ekki.

Sigurgeir Jónsson, 13.11.2010 kl. 21:46

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera bænda.

Sigurgeir Jónsson, 13.11.2010 kl. 21:47

3 identicon

Hvernig er þetta, Lýður minn. ---- Er verið að reyna að leggja þig í einelti.? Þetta gæti verið kvótabraskari eftir ruglinu að dæma.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 00:23

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

,,Hvað varðar náttúru Íslands eru niðurstöður Þjóðfundar þær að auðlindir landsins séu óframseljanleg þjóðareign sem beri að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt og vernda fyrir komandi kynslóðir".

Jarðnæði, beitarréttindi í afréttum og bithagar búpenings á láglendi og skógar eru auðlindir, svo sannarlega.

Verða þá allar bújarðir þjóðareign og með hvaða hætti er gert ráð fyrir að jarðnæði verði skipt og úthlutað til almennings? Hvað með veiði í vötnum og ám hverskonar? Hver kemur til með að hafa forræði og ráðstöfun á slíkum réttindum?

Nú í kreppunni er hætt við að margir horfi til landsins og sveita þar sem smjör drýpur af hverju strái og allir móar og hagar eru fullir af grasi og eygi þar margur nokkra möguleika til sóknar og einhverrar lífsafkomu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.11.2010 kl. 13:21

5 identicon

Margir benda einmitt á jarðnæði bænda í sömu andrá og talað er um þjóðareign auðlinda.  En gætum að því að bóndinn girðir jörð sína, ber á hana, fóðrar skepnur sínar og viðheldur þannig hringrás sjálfbærni og endurnýjunar.  Í sjónum er þetta öðruvísi,  menn bara taka.  Enginn girðir af hafsvæði né fóðrar fiskinn nema í fiskeldinu sem líkist búskap bóndans.  Eins og um fuglinn sem flýgur yfir jörð bóndans á að gilda það sama um auðlindir undir jörð hans og lögsetja í metrum hvað skuli tilheyra hverjum.  Þó vatnið sé enn nægt en hvað skal segja þegar hagurinn þrengist?  Viljum við þá að landsmenn standi í biðröð, betlandi vatn og pláss?

 LÁ

lydurarnason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband