14.11.2010 | 17:56
ÁLYKTUN ÞJÓÐFUNDAR UM LÝÐRÆÐI Í STJÓRNARSKRÁ.
Ályktun þjóðfundar 2010.
FLOKKUR 6.
LÝÐRÆÐI
"Hvers kyns gildi og gildistengd atriði sem lúta beint að þátttöku þjóðarinnar í stjórn ríkisins, svo sem þjóðaratkvæði og kosningaréttur. Einnig gildi tengd forsendum
lýðræðis, t.d. miðlun upplýsinga"
"Á Íslandi skal vera virkt og gagnsætt lýðræði. Vægi atkvæða verði jafnt í einu kjördæmi, kosningar með persónukjöri, þingseta þingmanna háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Lýðræðið byggi á þrískiptingu valds og skýrum lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg málefni. Skipan dómara skal endurskoðuð. kjósendur með jafnan atkvæðisrétt geti einir breytt stjórnarskrá"
Hér kemur fram óánægja fólks með það einræði sem gjarnan er tengt Davíðstímanum en tíðkast enn. Afstaða mín gagnvart því að breyta landinu í eitt kjördæmi hefur komið fram en persónukjör er í mínum huga algert grundvallarskilyrði í nýrri stjórnarskrá. Þjóðin verður að geta veitt kjörnum fulltrúum frammistöðumat og í leiðinni yrði brotið upp það ægivald sem flokkarnir hafa tekið sér í mannvali. Persónukjör er eitt sterkasta vopnið til virkjunar lýðræðisins og verður að vera í nýrri stjórnarskrá. Lýst einnig vel á tímatakmörk þingsetu sem ætti ekki að vera meira en tvö kjörtímabil. Lög um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að vera skýr og mitt álit þetta: Meirihluti þeirra sem kjósa ræður, óháð kjörsókn. Meiri vandi er að skilgreina hvaða mál skuli bera fyrir þjóðina og hver ekki. Reynslan hefur sýnt að þinginu er a.m.k. ekki treystandi til slíkra ákvarðanna en forsetinn hinsvegar fært almenningi möguleika til áhrifa með málskotsrétti sínum. Þennan öryggisventil vil ég sem þegn ekki missa og tel reyndar að auka ætti völd forseta í þessum efnum. Þingið á einnig að geta ákveðið þjóðaratkvæðagreiðslur en set fyrirvara við að færa þennan rétt beint til fólksins, held skynsamlegra að fólk og flokkar geri grein fyrir áherzlum sínum hvað þjóðaratkvæði varðar fyrir kosningar og gefi þannig skýrar línur sem fólk geti kosið samkvæmt.
Tel skipanir í æðstu embætti eigi ekki að vera á hendi ráðherrum heldur skuli sjálfstæðri matsnefnd falið að meta hæfni umsækjenda. Eftir því mati skal svo fara. Sammála að breytingar á stjórnarskrá skal ætíð bera undir þjóðaratkvæði.
Lýður Árnason, frambjóðandi til stjórnlagaþings.
Athugasemdir
Varðar misverðmæt atkvæði á kjörseðli:
Ég hafði hugsað mér að setja 25 frambjóðendum á atkvæðaseðilinn minn. Ég hefði gert ráð fyrir því að þeir fengju frá mér allir jafngilt atkvæði af því að í lögunum er hvergi sagt hvort kjósa ætti bundinni kosningu ( listi )eða óbundin kosningu þar sem kjósandi skrifar 25 rétthá nöfn á atkvæðaseðilinn En í kosningalögun er sagt að kosningin sé persónukosningar. Orðið ,,persónukosningar" finnst ekki í íslenskum orðabókum og eru því ódefineraðar. Þetta er ekki prófkjör og ekki úrvalsstyrkleik eins og notað er í kynbótafræði.
Því er ég neyddur til að fara raða frambjóðendum upp í sæti þvert gegn mínum vilja.
Þú lendir í 20 sæti hjá mér. Ég hef vakið máls á þessum meinbugum á heimasíðu Vilhjálms Þorsteinssonar frambjóðanda þar sem fara fram lærðar umræður um þetta kosningakerfi.
Niðurstaðan er því sú að frambjóðandi sem getur fengi mikið magn atkvæða en er oft frekar neðarlega á kjörseðlinu, taktu eftir að ég nota orðið kjörseðill en ekki listi, nær ekki inn vegna þeir sem eru í 1,2,3,4,5, sætunum fá verðmætara atkvæði.
Þeir geta aftur á móti komist inn á færri atkvæðu og fengið færri atkvæði en aðrir neðarlega á atkvæðaseðlinum. Þetta finnst mér óréttlátt.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.11.2010 kl. 20:06
Sammála þessu, Þorsteinn og í þessum aragrúa fjölda frambjóðenda er líklegast að sætin eftir það 10 vegi lítið sem ekkert. Betra hefði verið að hver kjósandi hefði valið t.d. 10 jafngild nöfn. Sömuleiðis er ég óhrifinn af fangamarkinu, það ópersónugerir fólk sem er grínlaust í svo fjölmennum hópi.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 02:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.