YFIRSNÚNINGUR MENNTARÁÐS.

Blöskraði um daginn launakostnaður eins ráðs í borginni, menntaráðs.  Var það á ári 197 milljónir.  Mörg önnur ráð eru í borginni, borgarráð, menningarráð, menntaráð, skipulagsráð, velferðarráð, tómstundaráð, hverfisráð og minninu sleppir.  Miðað við þetta má gera ráð fyrir 1-2 milljörðum árlega eingöngu í þessa yfirbyggingu.  Meðan fulltrúi menntaráðs varði þennan kostnað flaug um hugann hve sárlega við þurfum nýja hugsun í íslenzk stjórnmál.  Búið er sníða stjórsýsluna að þörfum flokka, frambjóðenda og flokksgæðingum en almmannahagur fyrir borð borinn.  Stjórnsýslan er á sama sporbaug og stjórnendur lífeyrissjóðanna og verkalýðsforystan, á yfirsnúningi kringum sjálfa sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sammála þessu Lýður. Það eru ótrúlega stórir hópar af sjálftökuliði á allt of háum launum. Launum sem fæstir eru að vinna fyrir. Þá á ég við að þessi vinna er ekki að skila Þeirri arðsemi sem stendur undir laununum.

Þórir Kjartansson, 15.11.2010 kl. 10:55

2 identicon

Alla vega sést illa hverju þetta skilar og allt í sambandi við þetta stjórnsýslubákn mjög óáþreifanlegt.

lydurarnason (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 12:58

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hvet ykkur til að skoða skipurit borgarinnar manni blöskrar fjöldin af fólki í nefndum og ráðum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.11.2010 kl. 21:53

4 identicon

Einmitt, Jón Aðalsteinn, í þessumskipuritum sézt glöggt tilgangur þessa netvirkis þar sem fylgismönnum er kerfisbundið úthlutað lífsviðurværi.

lydurarnason (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband