ÁLYKTUN ÞJÓÐFUNDAR UM VALDDREIFINGU, ÁBYRGÐ OG GAGNSÆI

 

Gildi og gildistengd atriði sem lúta almennt að uppbyggingu ríkisins og meðferð ríkisvalds, svo sem dreifing valdsins, gegnsæi og stöðugleiki. Einnig gildi (og gildistengd atriði) sem lúta að störfum einstakra stofnana og handhafa ríkisvalds og ábyrgð þeirra.

  

"Tryggja þarf þrígreiningu valds þar sem hlutverk og ábyrgð ráðamanna séu skýr. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Stjórnarskráin ætti að tryggja gagnsæi og eftirlit með stjórnsýslu. Fagmennska ráði för við ráðningar í störf í stjórnsýslunni. Endurskoða þarf vald forseta Íslands og taka afstöðu til neitunarvalds hans. Takmarka ætti þann tíma sem alþingismenn mega sitja á þingi. Tryggja þarf sjálfstæði dómstóla"

  

Vil fremur styrkja neitunarvald forseta en veikja enda færir það embættið nær fólkinu og fjær puntudúkkunni.  Innilega sammála að aðgreina beri löggjafar- og framkvæmdavald, ráðherra skuli ekki vera þingmenn samhliða heldur ráðnir á faglegum forsendum.  Einnig er hér drepið á eftirlitsskyldu og vil ég sjá hana bæði á stjórnsýslunni sjálfri og opinberum eftirlisaðilum. 

  Lýður Árnason, frambjóðandi til stjórnlagaþings. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála því, að ráðherrar skuli ráðnir á faglegum forsendum.

T.d. að vera SKÁTI,  fullnægi EKKI kröfum til HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, o.s.frv.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 05:45

2 identicon

Doddi Koddi!.  Skátatignin hefur aldrei sakað en spurning hvort Guttinn hefði ekki meira að gera í menntamálin sem skólastýrill til margra ára.  En þar á snaga er jú einhver fyrir....

lydurarnason (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 10:08

3 identicon

Fyrrverandi Skátahfðingi, Páll Sigurðsson, var farsæll læknir og hefði farið létt með að gegna embætti heilbrigðisráðherra.  Það sem ég átti við, að til þess að verða ráðherra þarf engan bakgrunn, sem gæti komið að gagni.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 14:19

4 identicon

Svo er það skátahöfðinginn Tómas á Kleppi. ---- Hann tók af skarið og úrskurðaði Jónas frá Hriflu geðveikan.  Það var kallað "Stóra bomban". En ég sé núverandi heilbrigðisráðherra fyrir mér sem jóðlandi stuttbuxnastrák.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 15:33

5 identicon

Höfðinginn hét að sjálfsögðu Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband