STJÓRNLAGAÞING EKKI TIL HJÁ RÚV.

Frambjóðendur stjórnlagaþings eru eðlilega ósáttir við enga umfjöllun ríkissjónvarpsins um stjórnlagaþingið né frambjóðendur þess.  Ömurleg það undanskot forráðamanna sjónvarpsins að fjöldi frambjóðenda geri að verkum að slíkt sé ógerlegt.  Mínútu kynning á hvern frambjóðenda tæki 523 mínútur sem jafngildir tæpum 10 klukkutímum.   Hægt væri að afgreiða þetta á tveimur vikum með klukkutíma þætti daglega.  Sleppa einni glæpaseríu á kvöldin og málið afgreitt.  Ætli þessi þjóð sér að keyra eingöngu á gamni og skemmtun rís hún aldrei úr öskustónni.   Svo er aldrei að vita nema einhverjir Gnarrar leynist meðal frambjóðenda.

Lýður Árnason, frambjóðandi til stjórnlagaþings. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað getur einn frambjóðandi sagt af viti á einni mínútu?  Lítið annað en eintómt smælki og froða.  Mér finnst alveg nóg að lesa þennan tittlingaskít sem fólkið er að skrifa á heimasíðu Stjórnlagaþings.  Maður er engu nær.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 22:28

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

H.T. Bjarnason.  Sé maður eingunær, þá þarf aldrei sem fyrr að grafa sig ofaní málið.  Annars er ég sammála þér að það var klaufaskapur að gera ekki frekari ráðstafannir til að takmarka fjöldann.  En það er alveg hægt að vinna úr þessu og nauðungar sjónvarpið gæti alveg létt það verk.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.11.2010 kl. 00:00

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Því miður held ég að "þjóðfundurinn" og nú næst Stjórnlagaþing, séu eintóm blekking og til þess eins sett fram, að núverandi ráðamenn fái frið fyrir umræðunni um nýja stjórnarskrá. Málið er jú "í farvegi". Ef virkilegur vilji væri fyrir því að Stjórnlagaþing skilaði því sem þjóðin væntir, væri valdhöfum það í lófa lagið að skikka RÚV til að standa sína plikt og kynna bæði menn/konur og málefni fyrir þessar kosningar. Það hafa valdhafarnir ekki gert, sem getur ekki túlkast öðruvísi en að þetta sé enn einn af leikþáttum þeirra og villuboðum, sem ætlað er að hemja almenning, meðan elítan situr við völd. Verð að játa að ég hef minni en enga trú á að þetta skili neinu til hagsbóta fyrir land og þjóð, því það verða á endanum atvinnupólitíkusar af verstu sort sem hafa lokaorðið í þessu öllu saman og þeir hafa hingað til ekki verið þekktir að því að skerða sínar kökusneiðar. Get ekki litið þetta brambolt öðrum augum en sem algera sóun á tíma og fjármagni. Það sem verst er, er að þetta er frekleg móðgun við almenning í landinu, sem því miður virðist samt sem áður ætla að kokgleypa leikþátt þennan. Ég ætla að taka Icesave "taktík" Denna og Jóku" á þetta og fara frekar í labbitúr á kjördag. Niðurstaðan mun ekki skipta neinu einasta máli hvort eð er. Kosningar þessar eru algert sjónarspil. Kemur verulega á óvart hve margir vilja hlutverk í þessu leikriti, en svona er þetta barasta. Sitt sýnist hverjum og bara allt í lagi með það. Sem betur fer sjáum við ekki öll hlutina í sama ljósi.

Halldór Egill Guðnason, 17.11.2010 kl. 02:31

4 identicon

Hvað varðar athugasemd H.T. Bjarnasonar, er rétt að mínúta gerir ekki mikið en fyrir áhugasama kjósendur (ef nokkrir eru) er gott að sjá persónur lífs og talandi, það eitt segir mikið um hvern og einn.  Eins og Hrólfur Hraundal, var ég eilítið hissa á gríðarlegum áhuga til framboðs stjórnlagaþings en held það sé ekki af hinu slæma þó kynningin sé auðvitað erfið.  Halldór Egill meinar þetta leikrit og vel má það vera.  A.m.k. yrði það í anda við ýmislegt annað.   Vil þó ekki alhæfa um slíkt, spyrjum að leikslokum.

lydurarnason (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband