ÁLYKTUN ÞJÓÐFUNDAR UM FRIÐ OG ALÞJÓÐASAMVINNU.

 

FLOKKUR 8.

  

Gildi og gildistengd atriði sem lúta að stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna, svo sem öryggi, friður og hlutleysi.

  

"Ísland sé sjálfstætt og fullvalda ríki sem leggi áherslu á samvinnu við aðrar þjóðir, sérstaklega á norðurslóðum. Ísland sé málsvari friðar og taki þátt í alþjóðasamstarfi í þeim tilgangi. Öryggi landsins skal tryggt. Ísland taki virkan þátt í samstarfi um náttúruvernd, sjálfbæra nýtingu auðlinda, vernd mannréttinda og þróunar- og hjálparstarfi. Ísland sé herlaust og kjarnorkuvopnalaust"

  

Hvort klásúlan um samstarf "sérstaklega á norðurslóðum"  sé andstöðukurl þjóðfundar við ESB veit ég ekki en sjálfur tel ég hag okkar betur borgið utan evrópubandalagsins.  Að minnsta kosti að svo stöddu.  Hinsvegar er það ekki hlutverk stjórnarskrár að álykta beint um þetta mál né undirbúa jarðveginn sérstaklega fyrir evrópusambandsaðild.  En stjórnarskráin getur tryggt þjóðinni aðkomu að þessari veigamiklu ákvörðun þegar þar að kemur.   Mestu skiptir að álit þegnanna verði virt og engin ríkisstjórn gangi í berhögg við vilja þjóðarinnar í þessum efnum hver sem hann verður. 

  Lýður Árnason, frambjóðandi til stjórnlagaþings.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband