17.11.2010 | 13:20
ICESAVE Í DÓM!
Aftur ber icesave á góma. Samningur öllu skárri en sá fyrri virðist í burðarliðnum. 40-60 milljarðar svikamyllunnar falla á íslenzka ríkið samkvæmt fyrstu fréttum. Afstaða þjóðarinnar gagnvart fyrri samningi var afgerandi, samningi sem nú er komið í ljós að var galinn. Og staða íslendinga hefur styrkst, aukinn skilningur er á setningu neyðarlaga sem og þverrandi á hryðjuverkalögum breta. Viðsemjendur okkar, bretum og holllendingum hugnast ekki dómstólaleiðin og utanríkisráðherra sem vill semja orðinn ótrúverðugur. Meðmælabréf hans, fyrrum fjármálaráðherra til handa, bætir ekki úr skák. Sumir líta á borgun icesave sem aðgöngumiða að ESB og má færa fyrir því rök. Sjálfur tel ég icesave ekki á könnu íslenzkra skattborgara og tel dómstólaleiðina vænlegasta fyrir íslenzka hagsmuni.
LÁ
Athugasemdir
Sæll Lýður
Þetta með icesave að borga og þá er alt í lagi þá koma fjárfestar og grenja til að kaupa eitt og annað hjá okkur,lána okkur fullt af peningum sérstaklega peningum íslensku útrásaþjófana og þá vita allir að gott er að lána okkur því við borgum alt sem við verðum rukkuð um sama hvar í heimi það var stolið það er að minnsta kosti,ÓSK JÓHÖNNU OG STEINGRÍMS,Nei sama hvað þessi samningur er þá er hann þjófa fé og við borgum ekki þjófum til að stela af öðrum þjóðum Þó þeir sem styðja þennan gjörning með ríkisstjórn eru og verða þjófar og landráðspakk,
Við íslendingar erum ekki tryggingafélag fyrir þjófa...
Jón Sveinsson, 17.11.2010 kl. 14:10
þvílíkt bull.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.11.2010 kl. 16:11
..og ég sem ætlaði að kjósa þig á stjórnlagaþing... HÆTTUR VIÐ. Þú ert í lýðskrumaradeildinni eins og stjórnarandstaðan.
Óskar, 17.11.2010 kl. 21:21
þau virðast ekki skilja fólkið í landinu. Fólkið er búið að segja sína skoðun, ég veit ekki hvar þau ætla að fá peninga ef fólkið ætlar ekki að borga þýfið.
Eyjólfur G Svavarsson, 17.11.2010 kl. 21:27
Icesave hefur ekkert að gera með ríkisstjórn og ekki ríkisstjórn. Andvaraleysi núverandi stjórnandstöðu færðu okkur þennan bakka en núverandi ráðamenn kortlögðu dæmið vitlaust. Mun hvorki ganga erinda hægris né vinsturs slumpist ég inn á stjórnlagaþing en skoðun mín á icesave er þessi: Svikamyllan á ekki að lenda á þjóðinni og eðlilegt að forðast það í lengstu lög. Þurfi dómstóla til, þá það.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 21:37
Það er engin leið að ég fallist á á það að greiða fyrir þjófnað glæpamanna. Hvorki hér né erlendis. Það e það sem um ræðir. Hér erum við með öllum ráðum látin borga þjófnaðinn á meðan þjófarnir sleppa og fá um leið afskriftir svo þeir geti byrjað á ný með hreint borð.
Það er alger ráðgáta að heyra svo nesjamenn og þræla verja þessa valníðslu, eins og maður sér hér í athugasemum.
Hér mæta heklerar evróputrúboðsins, hver af öðrum í skipulagðri niðurrifsherferð gegn rökrænni hugsun og réttlæti, því þeir vita sem er að Icesave er hindrun á helferð þeirra inn í sambandið. Ekkert annað vakir fyrir þeim. Hættulegasta trúarkölt á Íslandi.
Til allrar hamingju er þett aðeins handfylli hálfvita, sem engin hlustar á.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2010 kl. 03:35
Auðvitað verður þetta að fara fyrir dómstóla. Er réttarkerfið bara fyrir þá sem stela sláturkeppum? Almenningur er saklaus af þessum stuldi og ríkið viðurkennir enga ábyrgð á tjóninu. Eðlilega. Á það að vera í hendi krimmans að ákveða hvort réttað er um glæpinn eður ei?
Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2010 kl. 03:41
Það lýsir berlega gáfnafari og siferðisstigi manna, sem hafa í hótunum um að kjósa þig ekki á stjórnlagaþing fyrir það eitt að vilja láta alþýðunna njóta vafans, biðja um réttlæti og lýðrðislega málsmeðferð. Hafðu ekki áhyggjur Lýður minn, þú ert kominn á minn lista í staðiinn og vafalaust margra annarra til viðbótatar.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2010 kl. 03:48
Þakka traustið, Jón Steinar. Sjáum hvað setur en stjórnlagaþing eða ekki stjórnlagaþing, icesave skal forða frá íslenzkum almenningi.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.