KURR Í FRAMBJÓÐENDUM AUGLÝSIR STJÓRNLAGAÞING.

Nokkurt kurr er í frambjóðendum stjórnlagaþings vegna auglýsinga sumra og kostnaðar vegna þeirra.  Gífuryrði hafa fallið á báða bóga og sýnist sitt hverjum.  Það liggur fyrir að frambjóðendur eru misþekktir, misfjáðir og misreyndir.  Öllum ætti að vera frjálst að heyja sína kosningabaráttu innan þeirra marka sem sett hafa verið.  Vilji einhver eyða tveimur milljónum í auglýsingar er það hans mál.  Kjósendum er sömuleiðis í sjálfsvald sett að heillast eða hafna.   Menn eiga því að slíðra sverðin og leyfa hverjum sinn hátt, vilji menn auglýsa, gott og vel, vilji menn ekki auglýsa, þá það.  Kjósendur geta séð þennan afstöðumun frambjóðenda og kosið samkvæmt því eða ekki.   Sjálfur auglýsi ég ekki neitt en átel engan sem það gerir.  Í svona kosningabaráttu velta menn vöngum yfir ýmsu og falla svo eða standa með því.   Meginmálið er að stjórnlagaþingi takist ætlunarverk sitt sem er að semja góða stjórnarskrá, nýtilega landi og þjóð.

 LÁ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég sé ekki að það þurfi að breyta stjórnarskránni, mér finnst húnágæt eins og hún er. En hverju viltu svo breyta svo maður viti það nú sem kjósandi?

Eyjólfur G Svavarsson, 18.11.2010 kl. 15:47

2 identicon

Í fyrsta lagi er stjórnarskráin ekki í heiðri höfð.   Nefni ráðherraræði og flokksræði sem viðgengist hefur þó stjórnarskráin tali um þrískiptingu valds.  Því þarf að setja í hana einhverskonar öryggisventil svo ráðamenn fari ekki fram úr sér.  Tel persónukjör góða lausn.  Kafli um auðlindir er enginn í stjórnarskrá en slíkt tel ég nauðsynlegt fyrir komandi kynslóðir.  Þessar eru mínar megináherzlur, þakka fyrirspurnina.

lydurarnason (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 16:18

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Takk fyrir svarið. Sammála þér .

Eyjólfur G Svavarsson, 18.11.2010 kl. 16:39

4 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Lýður

Sjâlfur mun ég nánast enga fjármuni nota í kosningabaráttu, - innan við hundrað þúsund krónur allt með öllu. Það voru hins vegar settar reglur um þessar kosningar og fráleitt að hefja einelti á þá sem vilja vera innan þeirra. Það er þeirra réttur. Sérstakalega er þetta hlálegt af þeim sem notið hafa ómældrar athygli vegna þátttöku í þessu framboði.

Valdimar H Jóhannesson, 18.11.2010 kl. 21:11

5 identicon

Sammála þessu, Valdimar, og vona við kvótabanarnir verðum sessunautar á komandi stjórnlagaþingi.

Kveðja, LÁ

lydurarnason (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband