STJÓRNARSKRÁ ÞARF AÐ VIRÐA.

 Raddir eru uppi um að við höfum prýðilega stjórnarskrá, vandinn sé hinsvegar sá að ekki sé eftir henni farið.   Rétt að mörgu leyti en reyndar held ég að kominn sé tími á uppfærslu þessa þjóðarsáttmála.   Vitaskuld skilar það þó litlu nema sáttmálinn sé virtur.  Því tel ég brýna þörf á ákvæði sem tryggir eftirbreytni, ákvæði sem gerir stjórnarskrána helda fyrir vatni og vindum.  Of almennt orðalag dugir því ekki. 

Aðfinnslur og kvartanir sem lúta að vanvirðingu kjörinna fulltrúa á stjórnarskránni, annaðhvort með aðgerðum eða aðgerðarleysi, gætu verið fram bornar af forseta, þingmönnum eða ákveðnu hlutfalli atkvæðabærra manna í landinu.  Með þessu yrði settur varnagli á störf ráðamanna, varnagli sem reynslan hefur sýnt að sé þarfur.  Þannig yrðu hugsanleg stjórnarskrárbrot sett í þjóðaratkvæði.   Á þennan hátt yrði stjórnarskráin varin sem og þjóðin fyrir hverskonar offorsi.

Lýður Árnason, frambjóðandi til stjórnlagaþings.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband