HVERS VEGNA NÝJA STJÓRNARSKRÁ?

Hef heyrt suma tala um ađ ţrátt fyrir hruniđ grćddum viđ svo mikiđ á mektarárunum á undan ađ ósanngjarnt sé ađ tala eingöngu um tap.  Einkavćđingin hafi ţrátt fyrir allt blásiđ lífi í stađnađ samfélag og leyst úr lćđingi áđur óţekktan kraft.   Margt er til í ţessu og nýr kraftur verđur líka sóttur til einkaframtaksins.   En áđur ţarf ađ skapa ţann leikramma sem sárlega skorti undir fyrri ríkisstjórnum.  Í ţví ferli er ný stjórnarskrá heillaskref.  Kannski fyrsta skref endurreisnar ţjóđar sem fór offari.  Og ţađ offors birtist fyrst og fremst í bágu siđferđi sem fór síminnkandi uns botninum var náđ.   Viđ hćttum ekki fyrr.  Međ glýju í augum misstu stjórnmálamenn sjónar á hlutverki sínu og ţjóđin á hlutverki ţeirra.  Núna, tveimur árum eftir skellinn, er flestum ljóst samhengi hlutanna.  Og viđ viljum breyta til.  En til ţess ţarf ađ moka út hinni gömlu hugsun en ţađ er enginn hćgđarleikur.  Stjórnarskráin inniber engan rétt ţegnunum til handa í ađstćđum sem ţessum.  Viđ ţurfum ađ bíđa unz hinum gamla hugsunarhćtti ţóknast sjálfum ađ ganga út.  Sem verđur eftir dúk og disk og jafnvel aldrei ţví grćđlingar dauđasyndanna eru duglegir ađ skjóta rótum.   Ţví er fólki ţessa lands brýn nauđsyn á nýrri stjórnarskrá, stjórnarskrá sem gefur ţjóđinni möguleika til breytinga ţegar almannahagur kallar.  Og sé slíkt ástand ekki núna, hvenćr ţá?

LÁ 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband