21.11.2010 | 03:36
NIÐURSTAÐA STJÓRNLAGAÞINGS Í ÞJÓÐARATKVÆÐI.
Vika í stjórnlagaþing. Langur tími í pólitík er sagt, gildir ábyggilega líka um óflokksbundna pólitík. Nokkrir frambjóðendur hafa lýst yfir vantrú á þinginu og segja erindi sitt að sporna við breytingum á stjórnarskránni. Þingið gæti því orðið flokkspólitískara en margur hyggur. Vona bara að sem flestir þingmeðlima verði óháðir hagsmuna- og félagasamtökum, tel það forsendu fyrir vel heppnuðu þingi. Minni svo kjósendur á eitt veigamikið atriði, nefnilega að stjórnlagaþingi er í sjálfsvald sett að bera niðurstöðu sína undir þjóðaratkvæði. Í mínum huga er það sjálfgefið að svo verði, almenningur verður að eiga þess kost að segja sína meiningu. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla yrði aðeins ráðgefandi fyrir þingheim en þessu vil ég breyta í nýrri stjórnarskrá, þ.e. að þjóðaratkvæðgreiðslur framtíðarinnar verði bindandi, annars líta stjórnmálamenn á þær sem skoðanakannanir.
Lýður Árnason, frambjóðandi nr. 3876 til stjórnlagaþings.
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér, Lýður.
Þú átt fullt erindi inn á stjórnlagaþing, finnst mér.
Kveðja, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 21.11.2010 kl. 07:30
Kæri Lýður,
Lýðræðisþroski þinn fer vaxandi dag frá degi. Þér hefur skilist að hagsmunir fjórflokks og þjóðar hafa ekki farið saman á undanförnum áratugum.
Kveðja,
Björn Hjálmarsson (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 09:26
Algjörlega sammála þér Lýður. Lagði einmitt út frá þessu sama í pistli mínum sem ég nefndi byrjað á öfugum enda o gvar þar einmitt að benda á þetta og að best væri að verk þjóðfundar og stjórnlagaþings færu fyrir dóm kjósenda áður en hún færi eitthvað annað. - Gangi þér vel
Gísli Foster Hjartarson, 21.11.2010 kl. 13:34
Sælir, félagar og þakka hlý orð í minn garð.
Vona sömuleiðs, Gísli, að þér gangi vel á laugardaginn.
Kveðja, Lýður.
lydurarnason (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.