HÓPVIÐTÖL HELGARINNAR.

Í dag skrapp ég í útvarpshúsið sem frambjóðandi á stjórnlagaþing.  Hitti þar nokkra sem líkt er komið á fyrir.  Fórum nokkur í hópviðtal sem gekk fljótt og vel fyrir sig.   Þó ríkisútvarpið hafi legið undir gagnrýni vegna kynningar á stjórnlagaþingi og frambjóðendum þess fannst mér viðleitni dagsins lofsverð.   Gerum okkur grein fyrir að þátttaka í þessu persónukjöri fór langt fram úr því sem elstu menn bjuggust við og ekki áróan að vísaað kynna allan þennan skara.  Það sem hægt er að læra af þessu er hugsanlega aukin meðmælendakrafa á hvern frambjóðanda verði síðar farið í persónukjör.   En hópviðtöl helgarinnar eru a.m.k. skárri kynning en engin og hvet ég landsmenn að leggja við hlustir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband